Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 92
82
Orð og tunga
langflest smíðuð úr innlendu hráefni (sbr. Guðrúnu Þórhallsdóttur
1984:6-9).3
Ásgeir Blöndal Magnússon varpaði einnig fram annarri hugmynd
(1989:446,448), þ.e. að karnaðr gæti merkt 'þrif' eða 'umhirða' og verið
skylt sögninni kara 'sleikja burt slím eða óhreinindi, hreinsa; ljúka við'.
Þá benti hann á skyldar sagnir í sænsku og þýsku (sæ. kara 'skrapa,
krafsa', fhþ. kerian 'sópa'). I þriðja lagi nefndi Ásgeir (1989:448) þann
kost að no. karnaðr gæti verið í ætt við gotn. kara, fe. cearu 'umhyggja',
en aðrir höfðu hins vegar tengt no. kpr við þau orð (sjá grein 3.1.1).4
Ásgeir hafði ekki fleiri orð um þetta, en það að hann nefndi í einni
setningu í orðsifjabók sinni að hugsanlega væri karnaðr 'þrif' eða
'umhirða' hafði sín áhrif á nýja útgáfu Grágásar. Gunnar Karlsson o.fl.
(1992:538) skýrðu nefnilega no. karnaðr í orðaskránni svo: „þjónusta,
umhirða; (e.t.v.) kynmök, fylgilag konu (ambáttar) við karl".
Því fer augljóslega fjarri að uppruni orðsins karnaðr liggi í augum
uppi. Lagðar hafa verið fram tvenns konar tilraunir til að skýra orðið
sem kynlífsorð, en þær gera ráð fyrir skyldleika við no. kpr 'rekkja' eða
láni úr latínu. Auk þess nefndi Ásgeir Blöndal Magnússon tvær tillögur
sem gefa no. karnaðr ekki kynlífsmerkingu, heldur merkinguna 'þrif'
eða 'umhirða' annars vegar og einhvers konar umhyggjumerkingu
hins vegar. Bæði fyrstnefnda og síðastnefnda tillagan af þessum fjór-
um tengja orðið karnaðr beint eða óbeint við no. kgr, og gefur því auga
leið að ekki er hægt að leggja mat á þessar tilgátur án þess að taka
afstöðu til uppruna orðsins kgr. Þar sem orðið karnaðr er stakyrði eru
tilgátur um uppruna þess og merkingu undir því komnar hvernig
textinn, sem varðveitir orðmyndina karnaðar, er túlkaður. Því er við
hæfi að líta á það samhengi sem orðið karnaðr birtist í áður en frekari
ályktanir um orðið verða dregnar.
3 Tökuorðið markaðr (einnig marknaðr) má kalla undantekningu. Það er talið fengið
úr fsaxn. market, en það orð er tökuorð úr latínu (sjá deVries 1962:379).
4 Eg túlka þessi orð Asgeirs sem tvær aðgreindar tillögur um uppruna orðsins
karnaðr: „Verið getur að orðið merki 'þrif' eða 'umhirða' og þá líkl. tengt so. kara
(s.þ.) — eða sé í ætt við gotn. kara, fe. carn, ne. care 'umhyggja'" (Asgeir Blöndal
Magnússon 1989:448).