Orð og tunga - 01.06.2011, Page 94
84
Orð og tunga
blasir ekki við að sérstakt tilefni hafi verið til að setja lög um verð á
kynlífsþrælum.
Loks er vitanlega eðlilegt að velta því fyrir sér í hvaða samhengi
þessi setning birtist. Hún er í kafla sem nefnist Of mannfrelsi og lýsir
lagalegum formsatriðum við að gefa þrælum frelsi (sjá t.d. Gunnar
Karlsson o.fl. 1992:133-34). Aður en kemur að setningunni um amb-
áttarkaupin og karnaðinn er m.a. kveðið á um að goði skuli leiða
þrælinn í lög (taka inn í samfélagið) og þrællinn eigi að vinna eið þar
sem hann sver að hlýða lögum. Tilhögun greiðslna er líka lýst. Kaflinn
fjallar alls ekki um kaup og sölu þræla á þrælamörkuðum eða annars
staðar, og ambáttir eru ekki nefndar nema í þessari einu setningu.
4.2 Tilraun til svara
Úr því að kaflinn O/ mannfrelsi lýsir því hvernig fara eigi að því að
gefa (karlkyns) þræl frelsi er líklegt að setningin eina um ambátt-
ina snúist um það að leysa konu úr ánauð. Raunar er ekki undarlegt
að farið sé fleiri orðum um það að leysa karl en konu. Karlmaður,
sem var gefið frelsi, fékk stöðu leysingja. Það kemur ekki á óvart að
mönnum hafi þótt nauðsynlegt að tilkynna opinberlega að hann væri
frjáls og tilgreina hlutverk hans og skyldur í lögum. Kona, sem gefið
var frelsi á fyrstu öldum Islands byggðar, hefur ekki verið líkleg til að
taka þátt í opinberu lífi eða verða fjárhagslega sjálfstæð, heldur verið
sennilegast að hún færi beint inn á heimili annarra. Því hafa flókin
formsatriði ekki þótt nauðsynleg þegar konum var gefið frelsi, enda
er lítið á ambáttir minnst í þessum kafla.
Það er afar ósennilegt að setningin um kaup á ambátt til karnaðar
í kafla um mannfrelsi fjalli beinlínis um verð á kynlífsþræl, en mun
eðlilegra að hún lýsi því hvað þurfi til að leysa konu úr ánauð. Það
útskýrir hvers vegna þarf að tilgreina upphæðina tólf aura nákvæm-
lega. Það er líka þess vegna sem upphæðin þarf að vera talsvert
hærri en meðalverð á ambáttum. Þetta eru ekki hrein viðskipti, held-
ur lögformlegur gjörningur. Það sem gerir þetta löglegt er hin fast-
ákveðna upphæð, en leyfis lögréttu eða formsatriða á þingi er ekki
krafist.