Orð og tunga - 01.06.2011, Page 95
Guðrún Þórhallsdóttir: Að kaupa til karnaðar sér ambátt
85
5 Vitnisburður Staðarhólsbókar
í hinu aðalhandriti Grágásar, Staðarhólsbók (AM 334 fol.), er sömu
setningu að finna, en eins og hér má sjá eru gerðir Staðarhólsbókar og
Konungsbókar ekki alveg samhljóða.
Rétt er at m«(Jr kavpe ti/ eigin kono ser ambatt .xii. avrom íyrir lof
fram. (Grágás 1879:190)
Rétt er at maðr kaupi til eigin konu sér ambátt, tólf aurum fyrir loffram.
(stafs. samr.)
Það er ekki tilefni til annars en að túlka textann svo að átt sé við að
maður kaupi ambátt til að kvænast henni, og er vitanlega við hæfi að
bera þessa gerð setningarinnar saman við orðalag Konungsbókar.
Handritin tvö eru aldursgreind þannig að Konungsbók er talin
vera rituð um eða laust eftir 1250, Staðarhólsbók um tveimur ára-
tugum síðar (jafnvel álitin rituð veturinn 1271-1272), og eru handritin
talin að hluta til rituð af sama skrifara, hugsanlega Þórarni kagga
Egilssyni (sbr. Gunnar Karlsson o.fl. 1992:xi-xvii, Stefán Karlsson
2000:269-71). Þessi aldursgreining handritanna gæti vakið þá hug-
mynd að orðin til karnaðar í eldra handritinu og til eigin konu í hinu
yngra sýni að ákvæðinu um ambáttir hafi verið breytt á þessu
tuttugu ára tímabili. Það er þó heldur ólíklegt af því að lagaákvæði
um þrælahald skiptu ekki lengur máli á 13. öld. Þrælahald er yfirleitt
talið hafa lagst af á íslandi á 12. öld þótt ekki væri það afnumið
með lögum, en úr framboði þræla dró eftir að víkingaferðum lauk,
og þeim þrælum, sem fyrir voru, og afkomendum þeirra var gefið
frelsi smátt og smátt.5 Segja má að þessi kafli í lögunum hafi einmitt
hvatt til þess. Ef orðin til eigin konu eru komin frá skrifara eða öðrum
ábyrgðarmanni Staðarhólsbókar er líklegra að hann hafi breytt til
með því að setja skiljanlegra orð í stað orðsins karnaðr, sem hefur
e.t.v. verið sjaldgæft og torskilið; að minnsta kosti hefur það hvergi
varðveist nema í þessum texta.
Þó er ekki sennilegt að orðin til karnaðar hafi merkt 'til eiginkonu'.
Engir karlkyns w-stofnar með viðskeytið -naðr eru orð um konur.
5 Sagt er frá ýmsum tilgátum um ástæður þess að þrælum fækkaði í grein Onnu
Agnarsdóttur og Ragnars Arnasonar (1983). Þau töldu sjálf að framboð af frjálsu
vinnuafli hefði aukist og vinnulaun lækkað eftir að landnámi lauk, m.a. vegna
fólksfjölgunar, svo að hagkvæmara hefði reynst að kaupa vinnu frjáls vinnufólks
en að halda þræla.