Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 99
Guðrún Þórhallsdóttir: Að kaupa til karnaðar sér ambátt
89
sér að á því tímabili hafi sprottið upp þörf fyrir annað nafnorð sem
merkti 'áhyggja' og var laust við ellimerkingu. Sá arftaki orðsins kgr
gæti einmitt verið orðið karnaðr og merking þess hefur getað þróast
líkt og merking fe. cearu 'áhyggja' gerði í enskri málsögu, en það fékk
einnig merkinguna 'umhyggja, umönnun' (sbr. ne. care).
Ef orðið karnaðr hefur haft merkinguna 'umhyggja, umönnun'
gætu orðin til karnaðar í Konungsbók Grágásar náð yfir ólík hlutverk
sem hin fyrrverandi ambátt gæti gegnt á nýju heimili. Með því að
nota orð sem merkti 'það að annast um' væri Konungsbókartextinn
hlutlaus og tæki ekki fram annað en það sem skipti beinlínis máli: Ef
maður hefur augastað á ambátt annars manns og vill flytja hana til sín
(gera hana að ráðskonu sinni eða eiginkonu eða þ.h.), er við hæfi að
hann leysi hana með því að greiða 12 aura silfurs — hvorki meira né
minna — en formsatriða á þingi er ekki krafist.
7 Niðurlag
Flestir fræðimenn, sem hafa fjallað um uppruna orðsins karnaðr, hafa
gert það með varkárni og efasemdum. Asgeir Blöndal Magnússon
nefndi fjóra kosti í orðsifjabók sinni, en valdi ekki einn úr. Hér að
framan var lagt til að af tillögunum fjórum sé tengingin við físl. kgr
og hin germönsku orðin, sem merkja 'áhyggja, umhyggja', helst
sannfærandi. I fyrsta lagi er það kostur að geta tengt orðið karnaðr
við skyld orð innan germönsku málakvíslarinnar, frgerm. no. *karö
'kveinstafir, sorg, áhyggja' (físl. kgr) og so. *karön 'kveina, hafa
áhyggjur'. I öðru lagi gefur merkingin 'umönnun' orðunum Rétt er
at maðr kaupi til karnaðar sér ambátt sennilega merkingu. Úr því að
setningin birtist í kafla Konungsbókar Grágásar um mannfrelsi er
líklegra að hún lýsi því hvað þurfi til að kaupa ambátt frelsi en að
hún upplýsi menn um verð á kynlífsambátt. Einnig er mun trúlegra
að löggjafinn hafi valið hlutleysislegt orð með umönnunarmerkingu
en að hann hefði tilgreint að ambáttin væri keypt í kynlífstilgangi
eða til einhverra afmarkaðra verkefna annarra. I þriðja lagi verða
orð Staðarhólsbókar, til eigin konu, skiljanleg í þessu ljósi. Líklegt
er að höfundur þeirrar gerðar setningarinnar sem varðveitt er í
Staðarhólsbók hafi breytt til með því að orða það skýrt að ætlunin
sé að kaupa ambátt til að kvænast henni og hafi þannig nákvæmara
orðalag um tilganginn.