Orð og tunga - 01.06.2011, Page 100
90
Orð og tunga
Ef orðið karnaðr er túlkað sem 'umönnun' — sakleysislegt orð sem er
laust við kynlífsmerkingu — fara ýmis ummæli fræðimanna um orðið
að hljóma sérkennilega. Ef flett er upp í Reallexikon der Germanischen
Altertumskunde (Hoops 1995:600), er margnefnd setning Konungsbók-
ar nefnd sem texti „wo der Preis fur den Kauf einer Hörigen til karn-
aðar ... festgesetzt wird" 'þar sem kaupverð ambáttar til karnaðar ...
er fastlagt' og þess getið til skýringar að Heusler hafi þýtt til karnaðar
sem „zur Fleischeslust" 'til holdlegrar ánægju' og Maurer með orðinu
„Bettgenossin" 'kvenkyns bólfélagi'. Þó ætti ekki að þurfa málfræðing
til að sjá að þessi kafli Grágásar fjallar um það að gefa þrælum frelsi,
en ekki um verð á kvenlegu holdi sem er keypt til að svala holdleg-
um fýsnum. Sömuleiðis kemur á óvart að sagnfræðingurinn Jenny
Jochens, sem hefur áttað sig á að Staðarhólsbók gefi í skyn að maður
hafi getað leyst ambátt úr ánauð til að kvænast henni („a man could
free a slave woman for the purpose of marriage" (Jochens 1995:21)),
heldur samt fast við þá gömlu skýringu að Konungsbók gefi til kynna
að maður geti keypt konu „sér til líkamlegrar ánægju" eða „sem hjá-
konu" („a man can buy a woman "for his bodily pleasure," or "as his
concubine"" (Jochens 1995:191)).
Það lítur út fyrir að þessi misskilningur hafi orðið til á 19. öld, þeg-
ar fræðimenn á borð við Johan Fritzner, Vilhjálm Finsen og Richard
Cleasby sögðu við sjálfa sig — og hver við annan: Er ekki augljóst til
hvers maður kaupir sér konu? Af þeirri túlkun á setningu Konungs-
bókar og uppruna orðsins karnaðr, sem sett var fram hér að framan,
má draga þann lærdóm að í þessu tilviki hafi sagnfræðingar í tímans
rás tekið of mikið mark á orðskýringum í orða- og orðsifjabókum.
Þess vegna er sagan af orðinu karnaðr lítil dæmisaga um þau áhrif
sem málfræðingar geta haft á söguskýringar.
Heimildir
Anna Agnarsdóttir og Ragnar Ámason. 1983. Þrælahald á þjóðveldisöld.
Saga 21:5-26.
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók
Háskólans.
Bjorvand, Harald og Fredrik Otto Lindeman. 2000. Váre arveord. Etymologisk
ordbok. Oslo: Novus forlag.
Bjöm Þorsteinsson. 1966. Ný Islandssaga. Þjóðveldisöld. Reykjavík: Heims-
kringla.