Orð og tunga - 01.06.2011, Page 100

Orð og tunga - 01.06.2011, Page 100
90 Orð og tunga Ef orðið karnaðr er túlkað sem 'umönnun' — sakleysislegt orð sem er laust við kynlífsmerkingu — fara ýmis ummæli fræðimanna um orðið að hljóma sérkennilega. Ef flett er upp í Reallexikon der Germanischen Altertumskunde (Hoops 1995:600), er margnefnd setning Konungsbók- ar nefnd sem texti „wo der Preis fur den Kauf einer Hörigen til karn- aðar ... festgesetzt wird" 'þar sem kaupverð ambáttar til karnaðar ... er fastlagt' og þess getið til skýringar að Heusler hafi þýtt til karnaðar sem „zur Fleischeslust" 'til holdlegrar ánægju' og Maurer með orðinu „Bettgenossin" 'kvenkyns bólfélagi'. Þó ætti ekki að þurfa málfræðing til að sjá að þessi kafli Grágásar fjallar um það að gefa þrælum frelsi, en ekki um verð á kvenlegu holdi sem er keypt til að svala holdleg- um fýsnum. Sömuleiðis kemur á óvart að sagnfræðingurinn Jenny Jochens, sem hefur áttað sig á að Staðarhólsbók gefi í skyn að maður hafi getað leyst ambátt úr ánauð til að kvænast henni („a man could free a slave woman for the purpose of marriage" (Jochens 1995:21)), heldur samt fast við þá gömlu skýringu að Konungsbók gefi til kynna að maður geti keypt konu „sér til líkamlegrar ánægju" eða „sem hjá- konu" („a man can buy a woman "for his bodily pleasure," or "as his concubine"" (Jochens 1995:191)). Það lítur út fyrir að þessi misskilningur hafi orðið til á 19. öld, þeg- ar fræðimenn á borð við Johan Fritzner, Vilhjálm Finsen og Richard Cleasby sögðu við sjálfa sig — og hver við annan: Er ekki augljóst til hvers maður kaupir sér konu? Af þeirri túlkun á setningu Konungs- bókar og uppruna orðsins karnaðr, sem sett var fram hér að framan, má draga þann lærdóm að í þessu tilviki hafi sagnfræðingar í tímans rás tekið of mikið mark á orðskýringum í orða- og orðsifjabókum. Þess vegna er sagan af orðinu karnaðr lítil dæmisaga um þau áhrif sem málfræðingar geta haft á söguskýringar. Heimildir Anna Agnarsdóttir og Ragnar Ámason. 1983. Þrælahald á þjóðveldisöld. Saga 21:5-26. Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. íslensk orðsifjabók. [Reykjavík]: Orðabók Háskólans. Bjorvand, Harald og Fredrik Otto Lindeman. 2000. Váre arveord. Etymologisk ordbok. Oslo: Novus forlag. Bjöm Þorsteinsson. 1966. Ný Islandssaga. Þjóðveldisöld. Reykjavík: Heims- kringla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Orð og tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.