Orð og tunga - 01.06.2011, Page 103
Jón Axel Harðarson
Um orðið járn í fornnorrænu og
forsögu þess
Inngangur
í indóevrópsku, sem töluð var á 4. og fyrri hluta 3. árþúsunds f. Krv var
ekkert orð til um 'járn'.1 Skýringin er einföld: Þessi málmur var ekki
þekktur á þeim tíma. Það var ekki fyrr en upp úr 2000 f. Kr. að almenn
járnvinnsla hófst í austanverðri Anatólíu. Um 1000 f. Kr. hafði hún
borizt til Grikklands og skömmu síðar einnig til Norðvestur-Ítalíu.
Um 800 f. Kr. breiddist hún út um Mið- og Vestur-Evrópu og um 500
f. Kr. hafði hún náð til Bretlands (sbr. Mallory-Adams 1997:313).
Af þessum sökum eru í indóevrópskum málum notuð ólík orð um
hinn nýja og harða málm, sbr. t.d. hett. hapalki, skr. áyas- (almennt
notað um nytjamálm, einkum kopar og járn, sjá kafla 4.1), gr. aíSripoi;,
lat.ferrum, fslav. zelézo og germ. *isarna- o.s.frv.2
I þessari grein verður fjallað um uppruna og þróunarsögu orðsins
járn í fornnorrænu. Skýring orðsins krefst þess að skimað sé í ýmsar
áttir og því verður umræðan óhjákvæmilega í lengra lagi. Hún skipt-
ist í tvo meginhluta. I þeim fyrri er rætt um orðið járn í fornnorrænu
málunum, í þeim síðari um uppruna og myndun þess í germönsku
og keltnesku. Nánari greining kaflanna er sem hér segir: 1. Myndir
orðsins járn í fornnorrænu málunum. 2. Orðið járn í Fyrstu málfræði-
ritgerðinni. 3. Fornnorræna orðið ísarn. 4. Uppruni og myndun ger-
1 Eg þakka ónafngreindum ritrýni fyrir athugasemd við 2. kafla þessarar greinar.
Einnig þakka ég vinum mínum Sergio Neri, Reiner Lipp og Bela Brogyanyi fyrir
góðar ábendingar og aðstoð við heimildaöflun.
2 Fleiri dæmi er að finna hjá Buck 1949:613.
Orð og tunga 13 (2011), 93-121. © Stofnun Ama Magnússonar í íslenskum fræðum,
Reykjavík.