Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 106
96
Orð og tunga
Hann gerir ráð fyrir að fornsænska myndin hafi verið iarn sem seinna
breyttist í iœrn (Kock SL 11:288, 294).8
Vesturnorrænar heimildir benda til að einkvæða myndin iárn (iarn)
hafi mjög snemma verið til við hlið tvíkvæðu myndarinnar íarn. I elzta
varðveitta kveðskap er einkvæð stofnmynd í raun miklu tíðari en
tvíkvæð. Dróttkvæði eignuð skáldum er uppi voru fyrir 1100 geyma
19 dæmi um einkvæða stofnmynd en aðeins þrjú um tvíkvæða.9 í
langflestum dæmanna um einkvæða stofnmynd, eða í 17 þeirra, veit-
ir bragurinn engar upplýsingar um lengd sérhljóðsins, þ.e. hvort um
iárn eða iarn er að ræða.10 Aðeins í tveimur þeirra er orðið rímskorðað,
þ.e. kemur fyrir í aðalhendingu. Dæmin eru:
kome Qrn á hrq ÍQmom (Egill Skallagrímsson, lv. 30,10. öld),
arnar vqng meþ iarne (Þjóðólfur Amórsson, lv. 21,11. öld).
Við þessi dæmi um notkun orðsins í aðalhendingum bætast eftirfar-
andi þrjú frá 12. og 13. öld:* 11
arnar hungrs á igrnom (Þorbjöm skakkaskáld, Erlingsdrápa 1,12.
öld),12
8 Kock slær reyndar þann vamagla að í norrænu fommálunum kunni myndin
iárn að hafa verið til við hlið iarn (Kock SL 11:289), án þess þó að útskýra fyrri
myndina.
9 Eg þakka Hauki Þorgeirssyni fyrir að hafa látið mér í té safn dæma um myndir
orðsins járn í íslenzkum kveðskap.
10 Dæmi þessi em: þarfat idrn at eggia (Þorsteinn tjaldstæðingur Ásgrímsson, lv., 10.
öld), stinn iþrn ofsQk minne (Gísli Súrsson, lv. 2,10. öld), hléþot iárne séþar (Hallfreður
vandræðaskáld, Hákonardrápa 2, 10. öld), iárnstafr skapar éma (ónefnt skáld, lv.
5 úr Landnámu, 10. öld), iárn stendr fast et forna (Þormóður Kolbrúnarskáld, lv.
24,11. öld), héttligt iárn es VQttek (sami, lv. 25), Megot iárna fet jyrnask (Skáld-Helgi,
vísubrot, 11. öld), hann rauþ iþrn, en annan (Hofgarða-Refur, kvæði um Gizur
gullbrárskáld 1,11. öld), sv(mio iprn í (mo (Amór Þórðarson, Þorfinnsdrápa 7,11.
öld), skidfo iprn en ulfar (sami, Þorfinnsdrápa 17), þung rauþ iýrn á Englom (sami,
Haraldsdrápa 9), iprnflugo þykkt sem þyrner (sami, Magnússdrápa 14), B(rom iprn
at (rno (Þjóðólfur Amórsson, lv. 5, 11. öld), eige es iárne biúgo (sami, lv. 23), eld
né iárn et fellda (Stúfur, Stúfsdrápa 8, 11. öld), oft glóa iprn á lofte (ónefnt skáld,
Liðsmannaflokkur 5, 11. öld), ernan krók ór iárne (ónefnt skáld, Akkerisvísa, 11.
öld).
11 Bent skal á að myndin iarn virðist koma fyrir í norska rúnakvæðinu: Þ [úr] er
afillu iarne. / oft löyper ræiti a hiarne (eftir Bartholiniana III D, bls. 818, uppskrift
Ama Magnússonar á glötuðu skinnhandriti, í Konunglegu bókhlöðunni í Kaup-
mannahöfn). - Hér kann þó orðið hjarn að hafa sætt mállýzkulegri sérhljóða-
lengingu á undan rn (um slíka lengingu í fomnorsku sjá Noreen 1923:110).
Nýnorska (hjárn) bendir einmitt til þess. Því kemur til greina að í þessu kvæði
rími iárne við hiárne.
12 Minnt skal á að stutt eða langt a gat í aðalhendingum ekki aðeins rímað við sjálft