Orð og tunga - 01.06.2011, Page 108
98
Orð og tunga
dæmi um orðið járn bragfræðilega margræð, þ.e.a.s. ekki er auðvelt
að skera úr um hvort stofnmyndin er þar einkvæð eða tvíkvæð og svo
aftur hvort einkvæða myndin hefur stutt eða langt a.
Fyrir einkvæðu myndina iarn koma tvær skýringar til greina. Ann-
ars vegar má gera ráð fyrir að myndirnar íarn og iarn séu báðar jafn-
gamlar. Ástæða þess væri sú að við upptöku írska orðsins 'iarn eða
íarn hefði ólík skynjun og meðhöndlun hljóðasambandsins 'ia eða
tvíhljóðsins ía leitt til þess að orðið kom fram í tveimur myndum í
norrænu (sbr. Bjorvand-Lindeman 2007:544).
Hins vegar má túlka vitnisburð kveðskapar um einkvæða mynd
orðsins á þá lund að þar sé ævinlega um iárn að ræða. Hendingar
eins og arnar : iárne/iarne skýrast þá þannig að hið langa a hafi sætt
bragfræðilegri styttingu á undan samhljóðaklasanum rn eða rímið sé
„ófullkomið" að því leyti að sérhljóðalengd rímatkvæðanna sé ekki
hin sama. Sambærilegt dæmi væri ljóðlínan heiftgiarn konungr árnat
(arnat) (Þorleikur fagri, Flokkur um Svein Úlfsson 6,11. öld) þar sem
reikna má með bragfræðilegri styttingu langa fl-sins í sögninni árna
'fara, ferðast' eða ófullkomnu rími.15 Dæmi sem þetta gefur enga
ástæðu til að ætla að eðlilegt hafi þótt að nota myndina arna í stað
árna í venjulegu tali.
Seinni skýringin er einfaldari og sennilegri. Samkvæmt henni hafa
norrænir menn skynjað hljóðmynd írska orðsins um 'járn' á einn veg,
þ.e. sem íarn [ijarn]. Þessi mynd hefur þegar á samnorrænum tíma
dregizt saman í iárn, án þess þó að hin tvíkvæða mynd hyrfi alveg
úr málinu.16 Myndin iarn er aðeins bragfræðilega skilyrt hliðarmynd
af iárn. Engar (öruggar) heimildir eru um að í fornnorrænu hafi hún
komið fyrir utan kveðskapar.
15 Kahle 1892:56-58 tilfærir allmörg dæmi um ósamræmi í sérhljóðalengd orð-
mynda í aðalhendingum dróttkvæða. í sumum þeirra er erfitt að meta hvort um
bragfræðilega styttingu eða ónákvæmt rím er að ræða. Hendingar eins og glyms
: ýmsir (Ólafur hvítaskáld), dýrðar :fyrða,frost: briósti (Eysteinn Asgrímsson) eru
þó greinileg dæmi um ónákvæmt rím. A tíma þessara skálda var ekki aðeins
lengdarmunur á sérhljóðunum y og ý annars vegar og o og ó hins vegar heldur
einnig hljóðgildismunur.
16 Þetta ástand minnir mjög á orðið frændi. Stofnmynd þess var upphaflega tví-
kvæð en við samdrátt varð hún snemma einkvæð og er sú mynd regluleg í
öllum fomnorrænu málunum. Þrátt fyrir það varðveitir kveðskapur dæmi um
ósamandregnu myndina, sbr. Dags fríendr (Þjóðólfur úr Hvini, Ynglingatal 11,
9. öld), Saurbá fríendr aure (Holmgöngu-Bersi, lv. 6,10. öld). Þetta em ömggustu
dæmin um tvíkvæðu myndina (sjá Finn Jónsson 1921:257-58).