Orð og tunga - 01.06.2011, Page 109
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
99
2 Orðið jám í Fyrstu málfræðiritgerðinni
I Fyrstu málfræðiritgerðinni (FMR), sem sennilega var sett saman á
öðrum fjórðungi 12. aldar,17 er nokkur umræða um orðiðjárn og hefur
vafizt fyrir mönnum að skýra hana. Hún er partur af grein sem skotið
er inn á milli kaflanna um sérhljóðin annars vegar og samhljóðin hins
vegar. Þessi grein er um sérhljóð sem „stöfuð" eru við önnur sérhljóð
og hafna við það eðli sínu og mega þá heldur samhljóð kallast. Hér
er átt við sambönd tveggja sérhljóða sem tilheyra sama atkvæði; ann-
að þeirra er fullgilt sérhljóð, hitt (þ.e. nálæga hljóðið) er hálfsérhljóð.
Þetta er í samræmi við nútímaskilgreiningu tvíhljóða af þeirri gerð
sem forníslenzka hafði.
Höfundur nefnir sex dæmi um orðmyndir er hafa tvíhljóð. I hand-
ritinu sem varðveitir ritgerðina og er frá miðri 14. öld (Ormsbók,
AM 242 fol.) hefur upprunalegur ritháttur fjögurra þeirra afbakazt.
Þar stendur (43v:23): „Auftr íarn eir ívr æýrer vín". Augljóst er að
fimm þessara dæma eru (með samræmdri stafsetningu): austr, iárn,
eir, eyrer, vín. Sjötta dæmið („ívr") hafa Verner Dahlerup og Finnur
Jónsson réttilega greint sem iór 'hestur' (í stað iúr fyrir iúgr, eins og
fyrri útgefendur höfðu gert) (Dahlerup-Jónsson 1886:30, 73). Telja
má öruggt að orðin austr, iárn, eir og vín hafi verið rituð <auftr>,
<eárn>, <eir> og <uín>. Af umræðunni um orðið járn er ljóst að höf-
undur hefur ritað það með e en ekki i í framstöðu. Spurning er hins
vegar hvernig orðin iór og eyrer voru stöfuð en um þau fjallar höf-
undur ekki neitt.
Greinilegt er að dæmin eru höfð í „stafrófsröð". Röð (stuttu) sér-
hljóðanna í ritgerðinni er þessi: a, q, e, q, i, o, 0, u, y. í ljósi þessa koma
tvennir rithættir fyrir iór og eyrer til greina: (1) <eór>, <eyrer> (svo t.d.
Dahlerup-Jónsson 1886:30, 73 og Hreinn Benediktsson 1972:222), (2)
<iór>, <oyrer> (svo Kristensen 1904:21). Með fyrri ritháttunum mælir
sú staðreynd að tvíhljóðið ey var í elztu handritum íslenzkum venju-
lega ritað <ey> (sbr. Hrein Benediktsson 1965:59).18 Með því að gera
ráð fyrir síðari ritháttunum telur Kristensen að val dæmanna verði
rökvísara, þ.e.a.s. þá er eitt dæmi um hvert sérhljóð er getur staðið
sem samhljóð (þ.e. hálfsérhljóð) á undan öðru sérhljóði: eárn, iór, uin,
17 Um aldur FMR sjá Hrein Benediktsson 1972:22-33, einkum 31-33.
18 Aðeins endrum og sinnum koma fyrir rithættimir <ay, æy, §y, ay, eoy' (sbr. Hrein
Benediktsson 1965:57, 59). Þess má geta að í AM 237 a fol., sem almennt er talið
elzta íslenzka handritið sem varðveitzt hefur, ritað um eða skömmu eftir 1150, er
tvíhljóðið ey aðeins táknað með <eý>.