Orð og tunga - 01.06.2011, Side 110
100
Orð og tunga
og eitt um hvert sérhljóð er getur staðið sem samhljóð á eftir öðru
sérhljóði: austr, eir, oyrer (sbr. Kristensen 1904:21).
Sé rithátturinn <eór> fyrir iór réttur felur það í sér að öll stígandi
tvíhljóð með framgómmælta hálfsérhljóðinu [j] hafa í ritgerðinni ver-
ið táknuð með e+V, þ.e. ea, eá, eq, eq, eo, eó, eú, t.d. <gearn>, <feár>,
<eQrþ>, <feQndom>, <beoggo>, <feóþa>, <treóm>, <creúpa> fyrir giarn,
fiár, ÍQrþ, sÍQndom, bioggo, sióþa, trióm, criúpa. í því tilfelli væri fullkom-
lega rökrétt að tilfæra tvö dæmi um þau, þ.e. <eárn> og <eór>. Þau
myndu sýna þann vilja höfundar að rita fyrri þátt þessara tvíhljóða
með e en ekki i óháð því hvort þau hafa orðið til við samdrátt eða
ekki.
Ef rithátturinn hefur hins vegar verið <iór> þýðir það að höfundur
hefur aðgreint umrædd tvíhljóð í rithætti eftir því hvort þau voru að
hans viti orðin til við samdrátt eða ekki. Samkvæmt því hefði hann t.d.
ritað <feár>, <fegndom> og <treóm> annars vegar og <giarn>, <igrþ>
og <fióþa> hins vegar.
Umfjöllun höfundar um þessi atriði er mjög knöpp. Dæmin sem
hann tilfærir áttu að leiðbeina mönnum um ritun bæði hnígandi tví-
hljóða og stígandi tvíhljóða en þau hafa flest brenglazt í uppskriftum
ritgerðarinnar. Vandamálið við staffræðilega endurgerð dæmanna
snýst reyndar aðeins um orðin iór og eyrer. Frá sjónarhóli íslenzkrar
skriftarsögu virðist mun líklegra að orðið eyrer hafi verið ritað <eyrer>
en ekki <oyrer>. Sé gengið að því sem vísu að dæmin hafi öll verið í
stafrófsröð þá krefst rithátturinn <eyrer> þess að orðið iór hafi verið
ritað <eór>.
Af framansögðu verður sú ályktun dregin að í upprunalegri gerð
FMR hafi umrædd dæmi að öllum líkindum verið stöfuð á þennan
hátt: <auftr>, <eárn>, <eir>, <eór>, <eyrer>, <uín>.
Nú skal vikið að umræðu höfundar um orðið járn. Þar stígur upp-
diktaður andstæðingur fram sem mótmælir stöfun þess í ritgerðinni.
Að hans sögn stríðir rithátturinn eárn í stað iárn gegn ritvenju flestra.
I svari sínu segir höfundur torvelt að skera úr því hvort hinn óat-
kvæðisbæri fyrri þáttur stígandi tvíhljóða eins og iá og ió líkist meira
(lokaða) sérhljóðinu e eða i. Honum reynist því erfitt að rökstyðja
hvers vegna réttara sé að rita orðið iárn með e en ekki i. Loks grípur
hann til þess ráðs að vitna til „skynsamra manna" sem létust kveða
og rita orðið þannig. Reyndar er það svo að í riti sínu kemst höfundur
hvergi í slík rökþrot sem hér.
Enda þótt höfundur viðurkenni að „hljóð" (þ.e. hljóðgildi) fyrri
þáttar stígandi tvíhljóða í orðum eins og iárn og iór sé „eigi auðskilið"