Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 111
]ón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
101
hefur hann ákveðið að tákna það almennt með e. í tilviki orðsins iárn
reynir hann að verja þann rithátt með vísan til þess hvernig tvíkvæða
myndin hafi verið borin fram. Sem dæmi um hana tilfærir hann vísu
eftir Ottar svarta (uppi á 11. öld) sem hljóðar svo:
HQfþo hart of krafþer,
hildr óx viþ þat, skilder
gang, en gamler sprungo
gunnþings /'nrnhringar.19
Um forliðinn íarn- segir höfundur (texti með samræmdri stafsetn-
ingu):
Nú þó at kveðandin skyldi hann [skáldið] til at slíta eina samstöfu
í sundr ok gjöra tvær ór; til þess at kveðandi haldiz í hætti, þá rak
hann þó eingi nauðr til þess at skipta stöfunum ok hafa e fyrir i, ef
heldr ætti i at vera en e, þó at mér lítiz eigi at því.
í beinu framhaldi bætir hann svo við:
En ef nokkurr verðr svá einmáll eða hiámáll at hann mælir á mót svá
mörgum mönnum skynsömum sem bæði létuz siálfir kveða þetta
orð; áðr ek ritaða þat, ok svá heyra aðra menn kveða sem nú er ritat
ok þú lætr i skulu kveða, en eigi e, þó at þat orð sé í tvær samstöfur
deilt þá vil ek hafa ástráð Catonis, þat er hann réð syni sínum í vers-
um:
Contra verbosos noli contendere verbis;
sermo datur cunctis, animi sapientia paucis.
Þat er svá at skilia: Hirð eigi þú at þræta við málrófsmenn. Málróf er
gefit mörgum en spekin fám.
Hér lætur höfundur á sér skilja að rök fyrir rithættinum eárn séu m.a.
þau að ósamandregna myndin hafi verið borin fram með e en ekki i,
þ.e. hafi verið éarn en ekki iarn. Vafasamt er að taka orð hans sem vitn-
isburð um að Ottar svarti hafi sjálfur borið hana fram með miðlægu
e í framstöðu. Vel kann þó að vera að sú venja hafi skapazt að bera
tvíkvæðu myndina, sem ekki var lengur partur af lifandi máli, þann-
ig fram í eldri kveðskap en sá framburður var ekki upprunalegur
(sjá kafla 1). Óvissan um ritun orðsins stafar af því að það sætti mjög
snemma samdrætti í venjulegu talmáli og því vissu menn á 12. öld (og
19 í Ormsbók (bls. 87,1. 7) er orðmyndin íarnhringar rituð <éamhringar> en eins og
Hreinn Benediktsson (1972:226) segir eru áherzlumerkið yfir e-inu og aðskilnað-
artáknið (diaeresis) yfir n-inu örugglega seinni tíma viðbætur.