Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 115
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
105
af *ísarnoduron (í dag Izernore), mannsnafnið Isarnus, fír. iarn, iarann
'járn', mkymbr. haearn 'þ.s/ o.fl.). Fræðimenn hafa ekki verið á eitt
sáttir um hvernig skýra beri samband þessara orða. Flestir hafa þó
gert ráð fyrir að germanska orðið sé tökuorð úr keltnesku (sbr. t.d.
Thurneysen 1884:36 og Schumacher 2007:173). Aðrir hafa verið þeirr-
ar skoðunar að jafnvel þó gengið sé að því sem vísu að Germanir
hafi numið járnvinnslu af Keltum þurfi þeir ekki að hafa tekið orðið
um 'járn' að láni frá þeim (sbr. Brugmann 1906:281). Þá hafa bæði
germanska og keltneska orðið verið skýrð sem tökuorð úr illýrísku
(sbr. Kluge-Mitzka 1967:161).27 Þessi skýring byggist á þeirri ætlun
að Hallstatt-menningin, sem elzta járnvinnsla í Evrópu er kennd við,
hafi verið illýrísk. Engin leið er þó að færa sönnur á það (sbr. Pfeifer
1995:273).
Hér að neðan verða leidd rök að því að formlegur munur sé á ger-
manska og keltneska orðinu um 'járn' og að um arf sé að ræða í hvoru
máli um sig. En fyrst skal drepið á eldri skýringar á orðsifjum þeirra.
Germanska og keltneska orðið um 'járn' hafa helzt verið tengd við
eftirtalin orð annarra mála:28
(1) find. isirá- 'öflugur, sterkur, kvikur, fljótur', gr. íepóq / íapóq
'kröftugur, röskur, heilagur' og skyld orð (t.d. find. ís- 'hressing,
styrking, afl o.fl.', fav., uav. aésa- 'sterkur, öflugur', lat. ira 'reiði'
< frlat. *eis-á-) (sbr. Meid 1967:115 og Watkins 2000:22-23),
(2) find. áyas- 'nytjamálmur (einkum kopar og járn)'29, fav. aiiah-
'eir', uav. aiiah- 'málmur', lat. aes 'eir, brons, kopar, fé', gotn.
aiz 'eir, fé' o.fl. (sbr. Schaffner 2001:223 og Casaretto 2004:379),
(3) hett. éshar, ef. ishanás, ésnas 'blóð', find. ásrk, ef. asnáh 'þ.s.', gr.
éap (einnig elap, fjap), ef. éapoq 'þ.s.' o.fl. (sbr. Cowgill 1986:68
nmgr. 10 og Schumacher 2007:173).
Athugasemdir:
Við (1): Þessi skyldleikatengsl má telja sennilegust en þó hefur enn
ekki tekizt að skýra myndun germanska og keltneska orðsins á við-
unandi hátt. Úr því verður reynt að bæta hér að neðan.
27 Sbr. einnig Kluge-Seebold 2002:236 þar sem upprunamálið er reyndar ekki nefnt
á nafn heldur aðeins kallað „þriðja mál".
28 Sbr. Feist 1939:131 (um fyrstu tvær tengingamar með vísunum til eldri rita) og
Delamarre 2003:192.
29 Það er ekki fyrr en í yngri textum, nánar tiltekið frá og með Satapatha-Bráhmana,
að orðið er notað í ákveðnu merkingunni 'jám' (sbr. Stiiber 2002:191).