Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 117
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
107
'blóð', þ.e. *h}ésh2r-no-, sé að ræða (sbr. Ringe 2006:296, Schumacher
2007:173 og Matasovic 2009:172). Ekki er við slíkri myndun að búast,
allra sízt með viðskeytinu -no-. Hins vegar kæmu eftirfarandi tvær
afleiðslur til greina: (1) Af r-stofnbrigði heteróklítíska nafnorðsins
*h:esh2-r / *h:ésh2-n- var myndað eignarlýsingarorðið *h}ésh2-r-ó- 'sem
hefur blóð, blóðugur'; af þessari mynd var síðan leiddur stofninn
*h:ésh2-r-nó- sömu merkingar (um slíkar afleiðslur sjá kafla 4.2); (2)
af stofnmyndinni *h}ésh2-r- var leitt lýsingarorðið *h:ésh2-r-nó- 'sem
tengist blóði, blóðugur' með tengslaviðskeytinu -no- (sjá niðurlag
kafla 4.2), sbr. germ. *skarna- 'saur, óhreinindi' (í fnorr. skarn 'þ.s.'
o.fl.) < forgerm. *skör-no- 'saurugur' (stytting samkvæmt Osthoffs
lögmáli)33 *skör(-) sem upprunalega var kollektív af indóevrópska
r/n-stofninum *sek-r/n- 'saur, skarn' (nf. þf. et. *sók-r, ef. *sék-n-(o)s, nf.
þf. koll. *sék-ðr > *s(e)k-or, ef. *sk-n-és, sbr. heth. sakkar, ef. saknas, gr.
CTKCÖp, ef. atcaTÓq).
Það sem einkum mælir gegn þessari upprunaskýringu er sú merk-
ingarþróun sem gera þarf ráð fyrir, þ.e.a.s. 'blóðugur' —> 'rauður' —>
'roði' —> 'járn'.
4.2 Ný greining orðanna
Eins og nefnt hefur verið felst sennilegasta upprunaskýring germanska
og keltneska orðsins um 'járn' í þeirri ætlun að þau séu skyld find.
isirá- 'öflugur, sterkur, kvikur, fljótur', gr. (att. jón. ark. kýpr. mýk.)
íepó<;, (dór. nvgr. böót. pamf.) íapóq, (lesb.) ipoc;, (najón.) tpóq, hóm. ípóq
'kröftugur, röskur, heilagur' og fleiri orðum. Samkvæmt því hafa þau
táknað hinn 'sterka (málm)', þ.e.a.s. hinn harða málm í samanburði
við aðrar málmtegundir (einkum brons). Sé gengið út frá réttmæti
þessarar ætlunar kemur í ljós að hin útbreidda kenning að germanska
orðið *isarna- sé tökuorð úr keltnesku fær ekki staðizt. Frumkeltneska
orðið ber þá að endurgera sem *isarno-, en ekki *isarno-. Langa i-ið í
samgerm. *isarna- getur aðeins endurspeglað tvíhljóðið ei. Frumgerm-
anska orðmyndin hljóðaði því *eisarna-. Andstæða rótarmyndanna
*is- í frumkeltnesku og *eis- í frumgermönsku verður skýrð hér að
neðan.
Indóevrópska rótin í frkelt. *isarno- og frgerm. *eisarna- er *h:eish2-
'efla, styrkja, hvetja, reka til e-s' (sbr. LIV 234). Við orðmyndunarfræði-
33 Samkvæmt þessu lögmáli styttist langt sérhljóð í stöðu á undan hljómanda og
öðru samhljóði.