Orð og tunga - 01.06.2011, Page 118
108
Orð og tunga
lega greiningu þessara orðstofna koma þrír möguleikar til greina og
verða þeir nú útskýrðir stuttlega.
(1) a. *hýsh2-ró- 'kröftugur, kvikur o.fl/ („Caland-lo.")34 —> b.
*hýsh2-eró- 'þ.s/ (vrddhi-afleiðsla)35 —»• c. *h:ish2-er-nó- 'þ.s/
Um ferli a. —> b. sjá:
*h2eH-ro- 'uppmjór, oddhvass, beittur' (gr. aKpoq 'þ.s., ...', fksl.
ostrs 'hvass, beittur' o.fl.) —» *h2ek-ero- 'þ.s.'36 (af þessu lýsingarorði
var myndað óhlutstætt nafnorð *h2ek-er-i-, sem við innri afleiðslu
gat breytzt í lýsingarorð (sem aftur mátti nafngera), sbr. lat. acer, -is
hk./kvk. 'hlynur' og frgerm. *aheri- > *ahiri- > ndö. ær 'hlynur'; um
ástæðu þessarar nafngiftar sjá það sem sagt er um germ. *ahurna- hér
að neðan);
*piH-ró- 'hvass, beittur' (gr. 7iucpóq 'þ.s.') —* *pi£-eró- 'þ.s/ (tokk. A
psar 'þ.s.');
*luk-ró- 'ljós, bjartur' (sbr. *luk-ri- í fír. luchair 'birta'; sbr. einnig
nmgr. 39) —» *luk-eró- 'þ.s/ (sbr. *luk-er-nó- hér að neðan).
*tig-ró- 'uppmjór, oddhvass, beittur' (af indóevrópsku rótinni
*(s)teig- 'stinga, vera oddhvass') (av. tiyra-, fpers. tigra- 'þ.s.', einnig
nafn á virki í Armeníu o.fl.) —> *tig-eró- 'þ.s.' (sbr. *tig-er-nó- hér að
neðan).
Sjá enn fremur dæmi eins og *ken-uó- 'tómur' (jón. Keivóq, att. Kevóq)
—» *tœn-euó- 'þ.s.' (hóm. Keveóq, kýpr. Kevepóq).37
Um ferli b. —» c. sjá:
*h2ek-ro- 'uppmjór, oddhvass, beittur' —» *h2ek-r-no- 'þ.s.' (germ.
34 Með hugtakinu „Caland-lýsingarorð" er átt við lýsingarorð sem er partur af
orðmyndunarfræðilegu kerfi þar sem ákveðin viðskeyti koma við sögu. I þessu
kerfi geta t.d. samsetningarforliðir á -i-, nafnorð á -u-, hvorugkenndir s-stofnar,
miðstigsmyndir á -ios- og efstastigsmyndir á -is-t(h2)o- staðið við hlið lýsingarorða
á -ro-, sbr. t.d. find. citrá- 'skínandi, bjartur', ketú- 'skært ljós o.fl.', cétas- 'birta,
innsýn, skilningur', cétisfha- 'sem skín mest'. Þetta kerfi er kallað „Caland-kerfi"
eftir hollenska indverskufræðingnum Willem Caland. - Jeremy Rau, sem hefur
rannsakað þetta kerfi mikið, skipar find. isirá- (< *h2ish2-ró-, sjá hér að neðan) í
flokk með Caland-lýsingarorðum og nefnir allmörg orð sem að hans mati tengjast
því Caland-böndum (Rau 2009:139,145,164).
35 Upprunalegu merkingarhlutverki þessarar afleiðslu er lýst hér að neðan.
36 Stundum er fír. a(i)cher 'hvass, beittur' (o/á-stofn) leitt af þessum stofni (sbr.
Stokes 1894:5 og Pokomy 1959:20). í NIL 288 er sett spumingarmerki við þá
upprunaskýringu. Gegn henni mælir að í stöðu á milli a og e hefði k ekki átt að
sæta framgómun (sbr. McCone 1996:116). Sennilegast er að umrætt lýsingarorð sé
tökuorð úr latínu (acer) (sbr. Pedersen 1909:229, 326).
37 Um slíkar afleiðslur sjá Nussbaum 2009.