Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 119
Jón Axel Harðarson: Um orðið járn í fornnorrænu
109
*ahurna- í fhþ. ahorn o.fl. (tréð fékk þetta nafn vegna lögunar laufblaða
sinna), sbr. gr. (Hesychius) áKtxpva 'lárviður');
*í<at-ro- (upphafl.) 'gunnreifur, baráttuglaður e.þ.u.l.' (kymbr. cadr
'sterkur' o.fl.) —> * *ílat-r-no- (kymbr. cadarn 'sterkur', bret. kadarn 'hug-
rakkur');38
*luk-eró- 'ljós, bjartur' (<— *luk-ró-, sjá hér að ofan) —> *luk-er-nó-
'þ.s.' (af nafngerðri kvenkynsmynd þessa lýsingarorðs er lat. lucerna
'ljós, lampi' komið; - þessi uppruni latneska orðsins lucerna skýrir
hvers vegna það hefur stutt u andspænis því langa í lúx, lúcis með
alhæfðu fullstigi rótarnafnorðsins *leuk- / *luk 'ljós, birta', sbr. find.
rúc- kvk. 'þ.s.').39
*tig-eró- 'uppmjór, oddhvass, beittur' (<— *tig-ró-, sjá hér að ofan)
—> *tig-er-nó- 'þ.s/ (fír. tigern 'herra, drottinn', mkymbr. teern, teyrn
'drottnari', korn. mach-deyrn 'konungur' <— 'foringi, sá sem er í fylk-
ingarbrjósti', gall.-lat. Castrum Tigernum (nú Thiers í Auvergne í Mið-
Frakklandi), sem bendir til gall. *tigernon 'tindur, hæð').40
Mynd a. *hýsh2-ró- lifir áfram í find. isirá- og gr. tpóq. Stofninn hafði
myndbrigðin *hýsh2-ró- og *hýsh2-ré-. í fyrra myndbrigðinu féll laryn-
galinn h2 brott samkvæmt Saussures lögmáli41 en í því síðara hélzt
hann. Seinna olli útjöfnun innan beygingardæmisins því að laryngal-
inn var endurreistur í stofnbrigðinu *hýs-ró- (> *h:ish2-ró-) eða hann
felldur brott í stofnbrigðinu *hýsh2-ré- (> *hýs-ré-). Utkoman var þá
annars vegar *hýsh2-ré/ó- (find. isirá-), hins vegar *hýs-ré/ó- (gr. ípóq)
38 Báðar þessar stofnmyndir vantar hjá Matasovic 2009.
39 Fír. lócharn (luacharn) kvk. 'ljós, lampi', sem minnir á lat. lucerna að því er varðar
bæði merkingu og myndun, skýrist sennilega á eftirfarandi hátt: lo. *luk-ro- 'ljós,
bjartur' —> *leuk-ro- 'þ.s.' (vrddhi-afleiðsla) (sbr. físl. lióre 'þakop (upphafl. ljósop)'
< germ. *leuhra[n]-) —> *leuk-r-no- 'þ.s.' (af kvenkyni þess er fír. lócharn komið: ie.
*leuk-r-neh2- > frkelt. *loukarná- (um endurgerð þessa stofns sjá Stokes 1894:243) >
fír. lócharn).
40 Um tengingu keltneska orðsins *tigerno- 'herra, drottnari, konungur' við indó-
evrópsku rótina *(s)teig- 'stinga, vera oddhvass' sjá Pokomy 1959:1016 og Dela-
marre 2003:295 (þessi fræðimaður er reyndar þeirrar skoðunar að Castrum
Tigernum hafi merkt 'Fort Seigneurial'). - Matasovic 2009:379 freistar þess að
skýra orðið á annan hátt og er útkoman allævintýraleg. Hann stingur upp á að
það sé skylt sagnrótinni *teg- 'fara' (< ie. *steigj‘- 'stíga, ganga') og leitt af r-stofna
nafnorði *tiger- „'a going', i.e. 'a raid, a raiding party'", sem annars engin dæmi
eru um. Viðskeytið -no- sé það sama og í lat. dominus 'húsbóndi' og gotn. þiudans
'konungur'. Orðið *tigerno- hafi upphaflega haft merkinguna „'the chief of the
raiding party'".
41 Þetta lögmál hljóðar þannig að samkvætt (tautósyllabískt) oRH eða HRo varð að
oR eða Ro (R = hljómandi, H = laryngali).