Orð og tunga - 01.06.2011, Page 120
110
Orð og tunga
(sbr. nmgr. 42). - Einnig má gera ráð fyrir að í fornindversku hafi
sagnarlýsingarorðið (lh. þt.) isitá- 'settur á hreyfingu, hvattur o.fl/ <
*h:ish2-tó- haft áhrif á rótarmynd lýsingarorðsins isirá-.
Mynd b. * *h:ish2-eró- (> *h:ish2-aró-) liggur til grundvallar grísku mál-
lýzkumyndinni íapót;. Þessi mynd hefur síðar breytzt í íepó; enda ekki
óalgengt í grísku að lýsingarorð víxluðu viðskeytunum -apo- og -epo-,
sbr. piapóq 'útataður' : piepóq, OKiapóq 'skuggsæll, dimmur' : OKiepó;
o.fl. (sbr. Brugmann 1900:193).42 Auk þess er sennilegt að keltneska
árheitið Isará (sbr. nhþ. lsar, Iser, fr. Isére) og ógam-írska mannsnafn-
ið (MAQQI) IARI (ef.) séu afkomendur sama stofns.43 Af sama meiði
er loks fornírska orðið iaru 'hreysiköttur, íkorni' sem komið er af
*isarön- með ákveðandi viðskeytinu -ön- (sbr. t.d. lat. Catö, ef. Catönis :
catus 'skarpur, kænn') en í forn- og miðírsku var það m.a. notað til
að mynda dýraheiti. Myndin *isarön- er leidd af lýsingarorðinu *isa-
ro- 'kröftugur, kvikur, fljótur'; merking þess hefur þótt lýsandi fyrir
hreysiketti og íkorna (sjá Ziegler 2002:537-38).44
Mynd c. *h:ish2-er-nó- er loks sú stofnmynd sem keltneska orð-
ið um 'járn' er komið af. Að vísu hefði *h:ish2-r-no- leitt til sömu
niðurstöðu en tenging frkelt. *isarno- og frgerm. *eisarna-, sem ligg-
ur beint við, krefst ofangreindrar endurgerðar. Samband þessara
stofnmynda skýrist á þann hátt að frkelt. *isarno- var upprunalega
lýsingarorð, sem hafði merkinguna 'kröftugur, sterkur', og fr-
germ. *eisarna- var nafnorð, leitt af sama lýsingarorði með áherzlu-
færslu og vrddhi, þ.e. lo. *(h:)is(h2)arnó—* no. *(h:)éis(h2)arno- (la-
ryngalarnir eru hér hafðir innan sviga því að óvíst er hve gömul
afleiðslan er). Þessi afleiðslugerð er vel þekkt og sem dæmi um
hana má nefna ie. *gnh:-tó- 'getinn, fæddur' (lat. (g)nátus, físl. kundr
'sonur' o.fl.) sem við nafngervingu breyttist í *génh:-to- 'hið getna,
fædda; barn' (fhþ. kind o.fl.). - Fyrir keltnesku kemur mynd með ei
42 Þó er mögulegt að breytingin ícxpóq > iepó; hafi orðið vegna áhrifa frá iepsúq
'prestur (sá er fremur helga athöfn)' sem aftur hafi orðið til úr íapeú; 'þ.s.' við
sérhljóðasamlögun (sbr. Neri 2003:284). Andstætt þeirri skoðun sem hér er haldið
fram telur Neri (s. st.) að andstæða find. isirá- og dór. iapóq (< *isaro~) annars vegar
og lesb. Tpog, nojón. ipó? og hóm. ipó; (< *isro-) hins vegar skýrist þannig að í indó-
evrópsku stofnmyndinni *h:ish2-ré- hafi laryngalinn varðveitzt en í *h:ish2-ró- fallið
brott samkvæmt Saussures lögmáli (sbr. hér að ofan). A hinn bóginn gerir García-
Ramón (1992:191, 194 o.áfr.) ráð fyrir að frumgríska hafi aðeins haft myndina
*isró- sem í vissum mállýzkum hafi breytzt í *isaró- eða *iseró-.
43 Sbr. Ziegler 2002:537-38 og Delamarre 2003:191.
44 Ziegler (s.r. 538) rekur keltneska lýsingarorðið *isaro- til ie. „*H:isH2ro-" en sú
mynd hefði átt að gefa frkelt. *isro- (sbr. gr. ípóq); hið sama gildir um myndina
„*ish:-rós" sem Delamarre (s.t.) endurgerir.