Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 137
Margrét Jónsdóttir: Bæjarnafnið Brúar
127
fallsmyndar, brúar, en brúnna einkvæðrar, brúr eða brýr; það sama á
við um þágufallsmyndina brúm í samsetningum frá 1724, sbr. dæmi
í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Dæmi um brúr, þ.e. snjóbrúr og
trébrúr, eru frá fyrsta þriðjungi nítjándu aldar. í 18. aldar málfræði
Jóns Magnússonar (1997:49) er einungis fleirtölumyndin brúr. Úr nú-
tímamáli eru dæmi á Netinu.* 1 2 * * * * * * * * * * 13 *
Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:86) tengir saman orðin brún
og brú.u I því ljósi er nauðsynlegt að horfa á fleirtölumynd orðs-
ins aug(n)abrún.15 Um (auga)brún segir Halldór Kr. Friðriksson
(1859:196):
(4) Fleirtalan af brún er eiginlega brýnn [...] en nú segjum vjer
brýr (t.a.m. augabrýr)...
í íslenskri orðabók (2002:54) eru fleirtölumyndirnar -brúnir, -brýr (með
spurningarmerki) og -brýn(n) sem merkt er fornlegt. Hjá Sigfúsi
Blöndal (1920-1924:51) segir að fleirtölumyndin augabrýr sé „pop.",
þ.e. notuð í daglegu tali. Hjá honum er líka að finna fleirtölumyndirnar
-brúnir og -brýnn sem merkt er fornleg. Jón Þorkelsson (1890-1894:63)
gefur hins vegar aðeins -brýr, þ.e. augabrýr, og vitnar til heimildar frá
miðri 19. öld.
13 Sjá t.d. eftirfarandi dæmi; öll skoðuð 13. maí 2009.
1. http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2004/ll/07/mikil_reidi_i_gard_frakka_a_
filabeinsstrondinni/: ...og stærstu brúr í borginni.
2. http://skrudda.blogspot.com/2008/04/tilgangslaust-tu-um-gervivandaml.html:
Eg veit ekkert um ár og brúr og bakka þessa lands... 3. http://www.norvol.hi.is/
gps/pdf/Austurhalendi_lysingar.pdf: Akið að skálanum Dreka í Drekagili nálægt
Dyngjufjöllum (annað hvort í gegnum Herðubreiðarlindir eða um Möðrudal og
brúrnar yfir Kreppu og Jökulsá nálægt Upptyppingum).
14 I því sambandi er þó ýmislegt á huldu. Til dæmis ræða Bjorvand og Lindeman
(2000:111-112) um uppruna orðsins brún og benda m.a. á að -n í brún geti
upprunalega hafa komið inn úr eignarfalli fleirtölu orðsins brú. Það væri þá
dæmi um endurtúlkun. En í ljósi þessa skyldleika er forvitnilegt að skoða
dreifingu bæjanafnanna Brún og Brúnir og bera saman við Brúar/Brú/Brýr og er
þá miðað við áðumefnt bæjatal. Nöfnin Brún og Brúnir eru til ein og sér en einnig
í samsetningum. Brún er þá ávallt síðari liður samsetningarinnar, sbr. Dalbrún, en
Brúnir er fyrri liður samsetningar, t.d. Brúnastaðir. Eignarfall eintölu af eintölunni
Brún, þ.e. Brúnar, er aldrei fyrri liður og fleirtalan Brúnir er aldrei síðari liður.
Brú Brýr Brúar Brútt Brúnir
sjálfstætt + - + + +
fyrri liður samsetn.:
ef.et. +
ef.flt. +
síðari liður samsetn.: + +
15 Svavar Sigmundsson benti greinarhöfundi á þetta.