Orð og tunga - 01.06.2011, Side 138
128
Orð og tunga
Elstu dæmin í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um -brýr eru í
riti frá miðri 17. öld, þ.e. augabrýr, og í latnesk-íslenskri orðabók Jóns
Árnasonar (1994:273) frá miðri 18. öld er fleirtölumyndin augnabrýrn-
ar.u Hvergi hafa fundist dæmi um mynd með brúr.
4 Beyging örnefna
Almennt er gert ráð fyrir því að sérnöfn séu undirflokkur samnafna.
Mismunandi hegðun þessara tveggja hópa bendir líka til þess. Saeed
(2003:23-32) segir muninn felast m.a. í því að í eðli sérnafna eins
og mannanafna sé fólgin ákveðin tilvísun enda sé verið að vísa til
einstaklinga (e. individuals), lifandi vera, en ekki mengis sem myndað
sé af stökum (e. sets ofindividuals). Slík stök séu í eðli sínu óákveðin en
verði ákveðin vegna hins mállega umhverfis.
Brúar er eitt fjölmargra bæjanafna sem eru notuð í fleirtölu. Af öðr-
um sem nefna má eru t.d. Fljótar, Giljar/Ciljir, Hlaðir, Nesjar og Skipar,
í eintölu hvorugkynsorð, Laugar og Mýrar, í eintölu kvenkynsorð, og
nöfn sem enda á -skógar og -staðir, í eintölu karlkynsorð, auk margra
annarra.17 Haraldur Bernharðsson (2004:15) vitnar til Nilsson (1975)
um það að þau örnefni sem notuð eru í fleirtölu geti þá breyst að kyni
og þar með beygingu. Þannig geti kvenkynsorð í fleirtölu stundum
beygst eins og karlkynsorð væru. Brúar er meðal dæmanna sem
nefnd eru um orð með fleirtölunni -ar en líka Laugar, Mýrar og -eyrar.
Haraldur (bls. 17) vitnar til rannsókna Nilsson um að sú breyting á
kyni og þar með beygingu sem hér hefur verið minnst á hafi verið
komin fram á miðri fimmtándu öld. Hér má líka vísa til þess sem
fram kom í (3) í öðrum hluta um Brúar sem karlkynsmynd í þolfalli,
þolfallsmyndina í karlkyni, Brúa.
Örnefnin sem hér eru nefnd eiga það öll sameiginlegt að við það
að verða karlkynsorð í fleirtölu er gerður greinarmunur á nefnifalli og
þolfalli. Sá munur er ekki gerður í kvenkynsbeygingunni.
16 Dæmið um augabrýr er úr þýðingu Þorláks Skúlasonar á þýskri guðsorðabók sem
kom út á Hólum 1641. í ritmálssafninu er líka eitt dæmi um fleirtöluna augnabrýr
úr Guðbrandsbiblíu. Við nánari athugun reyndist það ekki rétt.
17 Þessi nöfn eru meðal fjölmargra hjá Haraldi Bemharðssyni (2004), sbr. líka Nils-
son (1975).