Orð og tunga - 01.06.2011, Page 139
Margrét Jónsdóttir: Bæjarnafnið Brúar
129
(5)
nf.
þf.
KVK.FLT.
ömefni samnafn
Brúar skeiðar
Brúar skeiðar
KK.FLT.
örnefni samnafn
Brúar hestar
Brúa hesta
Það er vissulega þekkt að kyn orða breytist og þar með beyging, hvort
sem það er alfarið eða að hluta til.18 En það sem gerst hefur hér og er
sérstakt er það að hópurinn sem um ræðir er einsleitur að hlutverki.
Þau eru öll örnefni. Þess ber hins vegar að geta að þessi breyting á
kvenkynsorðunum er alls ekki algild. Hún er jafnframt aðeins einn
hluti stærri heildar þar sem beyging fleirtöluörnefna hefur breyst.
van Langendonck (2007:202) telur örnefni annan mikilvægasta
flokk sérnafna, ganga næst eiginnöfnum. Hann (bls. 235) nefnir líka
nöfn fyrirtækja sem hafa að hans sögn sömu eða svipaða stöðu og eig-
innöfn. Það þarf því ekki að koma á óvart að dæmi er um að nöfn á
fyrirtækjum hagi sér eins og ömefnin sem lýst var hér að ofan, sbr. (3).
Það á a.m.k. við um orðið leiðir, sbr. Flugleiðir og Loftleiðir; það er
oft beygt sem karlkynsorð þar sem gerður er greinarmunur á nefnifalli
og þolfalli. Það votta fjölmörg dæmi á Netinu og Ari Páll Kristins-
son (1998:96) hefiir séð ástæðu til að árétta kvenkynsbeygingu orðsins
Flugleiðir. Jafnframt hlýtur það sama að geta átt við fyrirtækjanöfn í
fleirtölu, eins og t.d. (-)Laugar eða (-)Eyrar.
5 Fallmörkun
„...sjá bær heitir í Tungu." Þannig svarar Halldór Ólafsson móður
sinni, Þorgerði Egilsdóttur, þegar hún spyr að nafni bæjarins. Enda
þótt ólíklegt sé að Jón Þorkelsson (1869:89) hafi slíkan sið í huga er þó
við hæfi að vísa til orða hans.
(6) Eins og áður er sagt, voru bæjanöfnin mjög sjaldan við
höfð í nefnifalli, en þar af leiddi, að nefnifalls myndin gat
gleymst, og þá er þurfti að rita eða nefna einhvern bæ í
nefnifalli, gat komið röng hugmynd í stað hinnar réttu;
en til að geta ritað slíkar orðmyndir réttar, verður að gæta
þess, og það má eigi gleymast, að bæjanöfnin eru hluta-
18 Dæmi um þetta er t.d. karlkynsorðið fótur sem myndar fleirtölu með -ur, fætur.
Það hagar sér oft eins og kvenkynsorð í fleirtölu vegna þess að nefnifall og þolfall
eru eins.