Orð og tunga - 01.06.2011, Side 143
Margrét Jónsdóttir: Bæjarnafnið Brúar
133
(11) BRÚAR (örnefni)
nf./þf.flt.
þgf.flt.Brúum
ef.flt. Brúa
BRÚ (samnafn)
Brúar brýr
brúm
brúa m. gr. brúnna
Eins og sést falla þágufallsmyndir bæjarnafnsins og samnafnsins í
fleirtölu ekki saman: Brúum - brúm. Þágufallsendingin -m í stað -um
í fleirtölu kvenkynsorða, sbr. t.d. á/ær - ám, brú - brúm, er þannig
tilkomin að á tilteknu skeiði í sögu málsins gat sérhljóð í endingu, t.d.
þágufalli fleirtölu, ekki komið á eftir öðru sérhljóði (þöndu) heldur féll
það brott. Nú er þessi regla fallin úr gildi sem slík. Hún lifir þó ennþá
sem leif í beygingu karlkynsorðsins skór og hvorugkynsorðanna hné
og tré.25 En fyrst og fremst lifir reglan í kvenkynsorðum af sömu gerð
og áðurnefnd nafnorð. Þetta eru nafnorð þar sem rótin/stofninn er eitt
atkvæði: (-)V:#. Dæmi um þetta eru í (12). Þar eru kvenkynsorðið á,
karlkynsorðið skór og hvorugkynsorðið tré beygð í fleirtölu.
Á SKÓR TRÉ
nf.flt. ár skór tré
þf.flt. ár skó tré
þgf.flt. ám skóm trjám
ef.flt. áa skóa trjáa
ef.flt./m.gr. ánna skónna trjánna
í orðinu skór hefur sérhljóð fallið brott á eftir ó, sbr. skór og skó (þf.flt.) en
ekki *skóar og *skóa. Fleirtala kvenkynsorðsins á er ár, ekki *áar. í þágu-
falli fleirtölu allra orðanna hefur u fallið brott. I eignarfalli fleirtölu með
greini fellur sérhljóð á undan greininum. Til samanburðar má benda
á beygingu orðanna mór, í fleirtölu móar, og hlé þar sem þágufall fleir-
tölu er hléum og eignarfall fleirtölu með greini hléunum.
Frá samtímalegu sjónarmiði gegnir þessi regla sem hér hefur verið
lýst því beygingarfræðilega hlutverki að sérmerkja kvenkynið þar sem
það er hægt vegna stofngerðar. Það er merkimiði fyrir kvenkynið og
greinir það frá hinum kynjunum séu skilyrði fyrir hendi, sbr. Margréti
Jónsdóttur (1987:90). Dæmi um þetta eru þágufallsmyndirnar í fleir-
tölu, flóm og flóum. Hið fyrrnefnda er af fló, hið síðarnefnda af flói.
Það mátti t.d. sjá og heyra í andlátstilkynningum og minningargreinum í byrjun
nóvember 2008. Sjá t.d. Morgunblaðið 96. árg., 306. tbl. 8. nóv. 2008, bls. 46.
25 Þessa gömlu reglu má líka sjá í lýsingarorðinu smár í orðasambandinu smám
saman, sbr. Margréti Jónsdóttur (1987).