Orð og tunga - 01.06.2011, Page 145
Margrét Jónsdóttir: Bæjarnafnið Brúar
135
(8), er það dæmigert að í sérnafninu, hér örnefninu, varðveitist forna
beygingin; á hinn bóginn komi nýja beygingin fram í samnafninu.
Nýja myndin er því í aðalhlutverki, sú gamla í aukahlutverki.26
En hér kemur fleira til og því er nauðsynlegt að skoða hverja mynd
fyrir sig. Það á bæði við um sérnafnið/bæjarnafnið og samnafnið. í
ljósi þess að þágufall er hið ómarkaða fall örnefna er eðlilegt að byrja
á þágufallsmyndinni af Brúar, Brúum. í því sambandi má vísa til ní-
undu tilhneigingar Manczak (1958:396) sem beinlínis kveður á um
hvernig líklegast sé að áhrifum einnar myndar örnefnis innan beyg-
ingardæmis á aðra sé háttað. Með orðum Hock (1991:233):
(14) If a paradigmatic form of a geographic noun undergoes an
analogical change under the influence of another form of
the same paradigm, the starting point of that change more
often lies in the local cases than in the non-local ones.
í umræðum um brottfall áherslulausa sérhljóðsins í kaflanum hér
á undan kom fram að einsatkvæðisform eins og brúm er eingöngu
bundið við kvenkyn með þeim örfáu undantekningum sem raktar
voru. Og það sem meira er: Tvíkvætt form eins og Brúum á sér enga
samsvörun meðal sterkra kvenkynsorða af gerðinni (-)V:tt. Það bendir
því til karlkyns eins og t.d. móum (mór) eða hvorugkyns eins og búum
(bú). En það er athyglisvert að í karlkyni og hvorugkyni skiptir engu
máli þótt stofn viðkomandi orða sé einkvæður eins og brú. Það sýnir,
eins og fram kom í sjöunda hluta, að þágufallsendingin -m hefur
fyrst og fremst það hlutverk nú að sérmerkja kvenkynið að gefinni
tiltekinni stofngerð. Raunar má segja -m í stað -um sé staðfesting á því
að íslenska sé málfræðilegt kynjamál. í (15) er þessu öllu lýst svo.
(15) A B
-m -um
a brúm => kvenkyn brúum => karlkyn, hvorugkyn
Einkvæð þágufallsmynd eins og brúm getur eingöngu vísað til kven-
kyns. Þá er ekki gert ráð fyrir undantekningum eins og skór og tré,
26 Ýmis dæmi eru þess í málinu að sémöfn varðveiti fomlegri í beygingu en sam-
svarandi samnöfn. Þar er Brúar t.d. í hópi með nöfnunum Lutidar og Stekkar. Bæði
orðin eru karlkynsorð að uppruna. Noreen (1923:249) segir að orðið lundur sé
a-stofn en (bls. 268) stekkur i-stofn. Asgeir Blöndal Magnússon (1989:955) segir
hins vegar að stekkur sé líklega a-stofn. Sé það rétt gæti það skýrt fleirtöluna
Stekkar. í báðum tilvikum hefðu því varðveist gamlar fleirtölumyndir í nöfnum
bæjanna. í nútímamáli er fleirtala samnafnanna hins vegar alltaf mynduð með