Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 146
136
Orð og tunga
sbr. (12), enda eru þær einungis leifar.27 Á hinn bóginn verður að
líta á þágufallsmyndina Brúum í bæjarnafninu sem undantekningu.
Tilvist þágufallsendingarinnar verður ekki skýrð ein og sér heldur
verður að skoða hana sem hluta af beygingardæmi orðsins Brúar.
En sé miðað við að þágufallið sé hið ómarkaða fall örnefna þá er
nefnifallsmyndin Brúar eina eðlilega afleiðing þágufallsmyndarinnar,
jafnt myndunarlega sem hljóðfræðilega; hliðstæðu þessa er að sjá í
bæjarnafninu Giljir en forsendu þess er að finna í þágufallsmyndinni
Giljum.2S Það er jafnframt í hæsta máta eðlilegt að nafnið sé beygt eins
og karlkynsorð, sbr. t.d. Brúa í (3), enda á fleirtölumyndin brúum sér
enga hliðstæðu meðal sterkra einkvæðra kvenkynsorða af gerðinni (-)
V:#. Þetta má sjá í B í (15).
En hvað um þágufallsmyndina brúm, sbr. A í (15)? Endingin -m
segir okkur það að orðið sé einkvætt kvenkynsorð. Hún segir okkur
hins vegar ekki hvort brúm sé í hljóðavíxlum við -ú-ý-, sbr. kýr/kú-kýr-
kúm, eða hvort -ú- er í öllu beygingardæminu, sbr. frú-frúr-frúm.29 I
samræmi við viðmiðunina a : b = c = x má lýsa þessu sem svo:
(16) NF.FLT. NF.FLT.
ÞGF.FLT. frúr ÞGF.FLT. brúr
frúm, kúm => brúm
kýr brýr
Eins og sjá má er hægt að finna uppsprettu beggja fleirtölumyndanna,
þ.e. brúr og brýr, í þágufallsmyndinni brúm. Möguleikarnir eru tveir.
Annar leiðir til hljóðfræðilegrar útjöfnunar innan beygingardæmisins,
hinn til sundurgerðar. Bæði brúr og brýr eru því réttar lausnir frá
fræðilegu sjónarhorni og þá bæði sögulega samtímalega. Orð Kurylo-
wicz (1964:10-11) um að samruni forma (e. identification) sé forsenda
aðgreiningar (e. differentation) eiga því við enda er það einmitt það sem
27 Við þetta er að bæta að nafnlaus yfirlesari nefndi í athugasemdum sínum
karkynsorðið flatskjár og jafnframt að á Netinu væri mikill fjöldi dæma um
þágufallið jtatskjám. Þessi athugasemd er mjög réttmæt og verður ekki mótmælt.
Samt er það svo að litlu færri dæmi eru um þágufallið flatskjáum. Jafnframt er
alveg ljóst að sitthvað er á reiki i þessu efni, sbr. eftirfarandi dæmi; skoðað 23.
október 2010: http://maclantic.is/spjall/viewtopic
Kviknar ekki á skjám?...núna kviknar ekki á skjáunum hjá mér.
28 Jafngildi íslenska þágufallsinshúsum er vel þekkt ömefni, t.d. í Svíþjóð, Danmörku
og Þýskalandi (Slésvík-Holstein). Líka í þýskum nöfnum sem enda á -en, sbr.
Hausen, en það er eðlileg þróun þágufallsendingarinnar. Sjá einnig Tiersma
(1982:844).
29 Hér er orðið kýr tekið til samanburðar vegna hljóðstigsins í þágufalli þrátt fyrir að
í nefnifalli eintölu hafi orðið endinguna -r.