Orð og tunga - 01.06.2011, Page 148
138
Orð og tunga
myndarinnar brýr þá er fleirtalan gefin til kynna á tvo vegu, bæði
með endingunni -r og með hljóðavíxlum í stofni þar sem nefnifall
eintölu og fleirtölu greinast að. Á hinn bóginn táknar brúr fleirtöluna
aðeins með sérstakri endingu. Sú niðurstaða er í samræmi við aðra af
tilhneigingum Manczak (1958:301), sbr. Hock (1991:230):
(18) Root alternation is more often abolished than introduced.
Frá fræðilegu sjónarmiði eru báðar skýringarnar hugsanlegar. En
það var ekki sjálfgefið að flóknari myndin skyldi sigra. Og hafa má
í huga að það að tákna fleirtölu einungis með -r en ekki -Vr er mjög
sjaldgæft í íslensku. Hljóðavíxlin auka því mjög á upplýsingagildið
þar sem fleirtalan er í raun gefin til kynna á tvo vegu. Samt sem áður
er það svo að sum orð af sömu gerð og brú mynda fleirtölu einungis
með -r og án þess að stofnsérhljóðið breytist. Erfitt er því að meta
hvor fleirtölumyndin er stöðugri í sessi og eftir því náttúrulegri í ljósi
viðmiðana Dresslers (2005:463). En af öllu þessu leiðir eins og ráða má
af því sem fram hefur komið að ekkert mælir því í mót að um íslenska
þróun orðmyndarinnar sé að ræða. En þá ber jafnframt að hafa í
huga það sem fram kom í þriðja hluta en þar var vísað til Noreen um
fleirtölumyndina brýr og gamalla dæma úr norskum heimildum.34
Eins og komið hefur fram er orðiðfi'ú með sama hljóðstigi í eintölu
og fleirtölu. Orðið er tökuorð úr miðlágþýsku, sbr. Ásgeir Blöndal
Magnússon (1989:211). Veturliði Óskarsson (2003:160) telur það komið
inn í málið fyrir 1250. Það er því gamalt. Engin dæmi um hljóðverpta
fleirtölu eru úr fornu máli.35 í framhaldi af þessu vaknar spurning
um það hvers vegna orðin tvö, brú ogfrú, myndi ekki fleirtölu á sama
hátt. Við því hefði mátt búast enda eintölubeygingin eins. Til dæmis.
mynda bæði orðin eignarfall eintölu með -ar. Þess bera hins vegar
að geta að nokkur dæmi eru úr nútímamáli, öll með gamansömum
tón.36 Dæmin sýna svo að ekki verður um villst að hljóðverpta
fleirtölumyndin er handan horns ef svo má að orði komast.37
34 Sjá neðanmálsgrein 9.
35 Munnlegar upplýsingar frá Veturliða Oskarssyni sem hefur kannað þetta vand-
lega.
36 Sjá t.d. eftirfarandi dæmi; skoðað 18. maí 2009. http://siggas.blogcentral.is/
blog/2005/4/17/uppdeitad-blogg-og-amma/
Var massív saumakona, saumaði gardínur fyrir allar fínustu frúrnar ( afhverju
skyldu það ekki vera "frýr"-"frýmar", sbr. brýr- brýrnar??) í Reykjavík á síðustu
öldl!
37 Nefna má að í færeysku er frýr fleirtala af frú, sbr. Foroysk orðabók (1998:318).