Orð og tunga - 01.06.2011, Side 158
148
Orð og tunga
flokka sem náttúrlegt framhald af með-sambandinu, sbr. sögnina
valsa.
Sögnina dalsa virðist hafa borið á góma í útvarpsþáttum Orða-
bókarmanna veturinn 1981-826 því frá þeim tíma eru dæmi í Tms.
um dalsa með e-ð frá þremur heimildarmönnum af Suðurlandi (Rang.-
Vestm., V.-Skaft., Landeyjum) í merkingunni 'valsa, þvælast með e-ð'.
Borgfirðingur telur orðið á hinn bóginn merkja 'hangsa'. Þá kemur
einnig í ljós sambandið dalsa um, sem rakið er til Rangárvallasýslu á
tveimur seðlum, og sagt merkja 'valsa um' eða notað „um krakka á
þeytingi".
Þessar heimildir hafa líklega komið of seint fram til að nýtast við
starfið að 102 en skiluðu sér hinsvegar í Osb. Ef til vill hefur Borg-
firðingurinn valdið því að staðbindingartáknið í 102 er ekki endur-
tekið í Osb., en þar er það raunar notað mun sparlegar einsog í ljós
kemur hér á eftir.
Jón Olafsson ritstjóri og skáld er ekki Sunnlendingur, alinn upp
á Fáskrúðsfirði, en fór auðvitað víða. Með hjálp hins ágæta tímarita-
vefjar Landsbókasafnsins (timarit.is) má nú færa elsta dæmi um sögn-
ina aftur um nokkur ár - Jón segir í stjórnmálagrein í vikublaði 1910
að landstjórnin standi ekki í stykkinu, enda sé hitt „vandaminna og
vænlegra til að halda sér við völd, að láta alt dalsa eins og nú er, og
skella ábyrgð allri af sér og yfir á ábyrgðarlaust þingið." (Reykjavík 1.
október 1910,165.) Merkingin er 'dankast, reka á reiðanum' og virðist
nokkur spölur þaðan í grunnmerkingu Orðsifjabókarinnar. Um rök
fyrir henni og fleira í flettunni er þó ekkert hægt að fullyrða þar sem
full yfirsýn fæst ekki að ófundinni heimild höfundar fyrir henni og
afbrigðinu dallsa.
6 Orðabókarmenn tóku að sér þættina um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu síðla árs 1956
og voru þeir fluttir þar samfellt í vetrardagskrá til 2004. Þættir Ásgeirs Blöndals
Magnússonar (1956-1979, jan. 1982 til 16. maí 1987) og Jakobs Benediktssonar
(1956-1977) eru varðveittir hjá Orðabók Háskólans en ekki verður í þeim leitað
eftir neinskonar registri. Þættir Jóns Aðalsteins Jónssonar (frá 1956 fram yfir 1980,
og raunar um skeið áður en Orðabókarmenn hófu þáttaflutning) eru í vörslu
ekkju hans, Vilborgar Guðjónsdóttur. Þættir Gunnlaugs Ingólfssonar (frá 1975)
og Guðrúnar Kvaran (frá 1978) hafa verið slegnir inn og eru í vörslu höfunda
sinna. Aðrir starfsmenn komu einnig við sögu eftir 1980. Gunnlaugur Ingólfsson
1988:68; Jakob Benediktsson: íslenskt mál 6. nóvember 1956 (fyrsti þáttur Orða-
bókarmanna); samtal við Gunnlaug Ingólfsson 24. mars 2010.