Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 160
150
Orð og tunga
data, so.
Í02 data „ © d. á e-n veita e-m tiltal, hasta á, siða e-n."
Osb. data „(nísl.): d. á e-n © 'ávíta e-n, hasta á e-n, siða e-n'."
Munur milli Í02 og Osb. er nánast enginn, aðeins stíllegur í fyrsta lið
skýringar. Staðbinding helst, en inn kemur aldursvísun einsog eðli-
legt er í orðsifjabók.
Dæmi um orðið finnast aðeins í Tms. og eru ekki dagsett, líklega
gömul, þrjú alls. Að auki er ótímasettur seðill með því svari við fyrir-
spurn, líklega í útvarpsþætti, að heimildarmaður þekki ekki orðið.
Heimildarmenn um orðið eru úr Landeyjum, tveir, og einn úr Holtum.
Annar Landeyingurinn segir data á e-n merkja að 'veita e-m tiltal,
hasta á e-n' en hinn að „hasta á e-n, siða e-n" og er þá augljós uppruni
bókaskýringanna. Sá í Holtum hefur hinsvegar verið léttvægur fund-
inn með þann fróðleik að data til e-s, data e-n til sé að 'taka til e-s' eða
'dusta e-n til', og virðist merkingin þó svipuð. Ástæðan er ekki Ijós,
því einn heimildarmaður eða heimild getur í öðrum tilvikum dugað
til að fleyta orði, orðsafbrigði eða merkingarþætti í bækurnar tvær.9
dausa, no.
Í02 dausa „ © úrhellisdemba; ádrepa."
Osb. dausa „(nísl.) © 'hellirigning; skammademba'..."
Texti merkingarskýringanna er ólíkur þótt efnislegur munur sé lítill
sem enginn. Skýring Osb. virðist ekki taka mark af Í02-skýringunni.
Hún er að því leyti betur samin að með líkingunni í síðari lið er óbeint
gefið til kynna að merkingin þar sé dregin af merkingunni í fyrri lið,
einsog orðsifjaumfjöllun bendir síðan til.
Heimildir eru að öllum líkindum samar í báðum bókum, annarsvegar
rigningardæmi frá heimildarmönnum Tms., hinsvegar skammadæmi frá
17. öld. Orðið er þar með í þeim fríða afreksflokki Talmálssafns þar sem
stakt eða sjaldgæft orð úr fomu máli eða fyrri alda hlýtur staðfestingu úr
munni heimildarmanna Orðabókarinnar á síðari hluta 20. aldar.10
17. aldar-dæmið er nú að finna í Rms., eitt þeirra sem þar liggja
af hendi Arnheiðar Sigurðardóttur sem um árabil orðtók handrit á
9 „... Um sum þessi orð höfðum við einungis eitt dæmi, um önnur voru kannski
tvö. Nú getur eitt traust dæmi verið fullgóð heimild fyrir orði, enda ekki ótítt, t.d.
um einangrað bókmálsorð frá fyrri tímum, en skemmtilegra og öruggara er samt
að dæmin séu fleiri." Asgeir Blöndal Magnússon: íslenskt mál 1. maí 1982.
10 Þar fer fremst sögnin þiía sem kallast á við dæmi hjá fyrsta málfræðingnum.
Ásgeir Blöndal Magnússon 1961:52-59; Gunnlaugur Ingólfsson 1988:71.