Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 161
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
151
Landsbókasafni.11 Ekki er ljóst hvenær þetta dæmi bættist í Rms. en
það skiptir ekki öllu máli hér því spurnir af orðinu höfðu áður borist
Tms. frá Jóni Helgasyni ritstjóra sem kannaði margvíslegar heimildir
frá fyrri öldum við undirbúning sagnaþátta sinna og sögurita.12
Heimildin er bréfabók Gísla biskups Oddssonar í Skálholti sem
veturinn 1634 kvartar undan hnignandi siðferði í bréfi til prestanna í
Vestmannaeyjum, og áminnir meðal annars söfnuð þeirra og tilheyr-
endur um að sækja sóknarkirkju sína í auðmýkt, og vanrækja það
hvorki „fyrer fiska uppburd nie þeirra verkun, so ei sýnist ad menn
þiöni meir maganum enn gudi eda ad su dausa skielli þeim um eira
sem christur seigerj:] af þvi heira þeir þad ecke ad þeir eru ecke af
gudi..." (AM 247 4to, 70v). Ádrepa, skammademba.
Líður nú fram á síðari hluta 20. aldar að Björn Blöndal á Laugarholti
í Borgarfirði segir Orðabókarmönnum að hann hafi „aðeins heyrt"
orðið dausa um mikla skúr: „Þetta var nú meiri dausan." Þessi seðill í
Tms. er dagsettur 24. febrúar 1966, og hafa Orðabókarmenn sýnilega
viljað heyra meira því á öðrum seðli frá því um vorið, 8. maí, er þetta
haft eftir Birni: „Eg hefi aðeins fundið einn mann, sem þekkir orðið
dausa. Er það nágranni minn, Guðbrandur Þórmundsson, bóndi í
Nýja-Bæ. Hann segir að Sigurður Eyjólfsson (Árnesingur) hafi notað
þetta orð um úrhellisdembu. Ekki veit ég, hvort Sigurður er lifandi
enn. Hann var kaupamaður í nágrenni mínu, er ég var strákur."
Höfundar 102 og Osb. hafa kosið að auðkenna orðið með stað-
bindingartákninu, og má um það deila í þessu tilviki. Báðir eru þeir
vissulega Árnesingar, Sigurður og Gísli biskup, en óneitanlega nokkur
stund á milli þeirra. Hefði líklega átt betur við sólkrossinn góði sem í
báðum bókum táknar „sjaldgæft" orð eða mál. Raunar er oft mjótt á
munum milli þessara tákna í 102.
della, no.
Í02 „?della [del:a]... KV O ástarpungur."
Osb. „4 della (frb. del-la) kv. (nísl.) 'ástarpungur'..."
11 Amheiður var starfsmaður Orðabókarinnar 1974-1991. Eitt af fyrstu verkefnum
hennar var orðtaka úr bréfabók Gísla biskups, en líklega annarri en hér er um að
ræða. Amheiður Sigurðardóttir 1997:198, 201.
12 Líklega hefur Jón komið fróðleik um orðið dausa til Orðabókarmanna þegar
hann vann að bók sinni um Tyrkjaránið (útg. 1963, sbr. bls. 133-140), eða við
undirbúning Aldarinnar sautjándu (útg. 1966). I hvorugu ritinu er þó vitnað í
þessi orð biskups.