Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 162
152
Orð og tunga
Merkingarskýring er söm í báðum bókum. í Osb. hefur staðbinding-
artáknið vikið og orðið er aðeins auðkennt sem nútímamál.
Á ótímasettum seðli í Tms. segir „B.J." - Baldur Jónsson málfræði-
prófessor, og Eyfirðingur - frá því að á æskuheimili hans hafi aldrei
verið talað um ástarpunga, alltaf dellur (með -11-framburði). Það orð
hafi líka verið einhaft í uppvexti móður sinnar á Veigastöðum á Sval-
barðsströnd (f. 1889).
Á seðli úr safni Akureyringsins Sigurðar Gíslasonar frá fyrstu ára-
tugum 20. aldar er einnig getið um dellur [-11-] sem ástarpunga og
sagt úr Þingeyjarsýslum. Þá er dæmi um orðið frá heimildarmanni á
Mýrum frá 1970.
Á þriðja seðlinum í Tms. er dæmi sem glöggur heimildarmaður
bendir á úr endurminningum Keldhverfingsins Kristjáns Á. Bene-
diktssonar (f. 1861). Þar er þetta brauða- og kökutal frá því kringum
1870: „Kaffibrauð voru sopplummur, pönnukökur, vöfflur, dellur og
smjörkökur. Utlent brauð í veizlum var skonrok, hagldabrauð, sæta-
brauð og tvíbökur." (Kristján Á. Benediktsson 1945:7-8.) Hér verður
eiginlega að nota útilokunaraðferðina því dellunum er ekki frekar
lýst, og þá ekki framburði orðsins. Sennilegt er þó að einhverskonar
ástarpungar séu á borðum. Ritið er frá 1945 en dæmið bætist í Tms.
1976.
Hér eru líkast til komnar heimildir beggja orðabókanna.
í Tms. er að auki uppundir tugur áreiðanlegra dæma um ástar-
pungs-dellu, öll frá Eyjafirði eða úr Þingeyjarsýslum nema eitt vopn-
firskt. Þar virðist oftast brugðist við fyrirspurn í útvarpsþáttum vet-
urinn 1989-90, og hefur þessi fróðleikur því ekki komið Ásgeiri að
notum.
Það hefur varla gert heldur dæmi um orðið úr Lögbergi hinu vestur-
íslenska frá 1923 sem nú finnst fyrir tilverknað Tímaritavefjarins. Ekki
er ljóst um hverskonar bakstur er að ræða en tekið er fram að um
-11-framburðinn sé að ræða. Höfundurinn („J.E.") er að bollaleggja
um orðið della, 'vitleysa með -dl-framburði og blandar því síðan
við brauðs-orðið: „Orðið 'deella' [sic] er ekki borið fram eins og
eiginnafnið Ella; þó að mamma og fleiri k[i]nokuðu sér við að bera
það fram rétt og töluðu um "Dellur" eins og Ellur þegar þær bökuðu
vissa sort af brauði." (Lögberg 1. nóvember 1923, 5.) Dæmið virðist
vísa á svipaðan tíma og dæmi Kristjáns.
Sú tilgáta í Osb. að orðið eigi skylt við danska kjötbolluorðið/r/fcfl-
delle (ísl. útgáfa: friggadella) kann að skýra spurningarmerkisviðvörun
Í02.