Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 163
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
153
della, so.
102 „della [del:a, dedla], -aði s: d. við dekra við, gæla við."
Osb. „3 della s. (nísl.): d. við e-n 'dekra við e-n, dika við e-n'."
Merkingarskýringarnar eru samhljóða að fyrrihluta en í Osb. er
í seinnihluta haft 'dika við' í stað 'gæla við'. Sú breyting yddar þó
ekki merkingarskýringuna - í báðum bókunum er dika við skýrt með
'dekra við'.13
1102 eru gefnir báðir framburðarmöguleikar en í Osb. aðeins -dl-,
þar sem -11-framburður er alltaf gefinn sérstaklega.
Heimildir virðast vera sameiginlegar, fimm seðlar í Tms, einn
tímasettur 1971 en hinir án dagsetningar og gætu verið eitthvað eldri.
Heimildarmenn eru að sunnan og austan, tveir úr Árnessýslu, einn
Vestur-Skaftfellingur og annar Sunnmýlingur, og Vestfirðingur hefur
„heyrt syðra". I hvorugri bókinni hefur þótt ástæða til staðbindingar.
Olafur Jóhann Sigurðsson úr Grafningi segir þetta merkja að 'stjana
við e-n'. Sunnmýlingurinn segir þetta einkum haft um krakka, „að
koma honum á mikið" og hinir eru á svipuðum slóðum: 'dekra við'
- 'dekra við7 smjaðra fyrir' - 'dekra við, vera með marlætistal við' (V.-
Skaft.; marlæti er framburðarmynd af marglæti, líklega um fleðulæti,
sbr. Blöndalsbók og Rms.-seðla). Aldrei þessu vant virðist skýringin
heldur fyllri í Í02 en Osb.
Einkennilegt er að ekki skuli getið framburðar í Osb. og líklega
yfirsjón. Hann virðist vera á reiki. Olafur Jóhann og Vestfirðingurinn
gefa hann upj? sem -11- en er -dl- hjá hinum Árnesingnum og Skaft-
fellingnum. Á seðlinum að austan er enginn framburður gefinn, og
ætti þá líka að vera [-dl-]. í orðsifjakafla flettunnar sést þó að höfundur
Osb. gerir ráð fyrir að þessar framburðarmyndir geti báðar átt heima
í sömu orðafjölskyldu, því þar er vísað til flettnanna dalla (so.ý della
('væta; klessa'), 1 dilla ('steinbítsstirtla' = dylla < dyndla) og 3 dilla
('höfuðbúnaður; kúaskítsklessa'). Framburðurinn er í sömu röð: -dl-
(?), -dl-, -11-, -11-.
denoka..., so.
102 denoka, denóka „O slóra."
Osb. denoka „(nísl.) O 'slæpast, slóra', einnig demóka, din-
oka og denóka..."
13 Á handritsseðil hefur höfundur reyndar skrifað „dikka við" en slík sögn finnst
hvergi (= digga viðl).