Orð og tunga - 01.06.2011, Qupperneq 165
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
155
deppa, so.
Í02 deppa „O raki (í jörð, þvotti, heyi o.s.frv.)."
Osb. „deppa kv. (nísl.) O 'raki eða væta í jörðu eða þvotti';
deppinn 1. O 'daufur, lasburða'."
Eiginlegur munur skýringanna er smávægilegur. Heyvætu er þó
sleppt í Osb. En þar er hins vegar fjallað um sögnina ásamt lýsingar-
orðinu deppinn sem ekki er að finna í Í02.
Heimildir um sögnina eru líklega sameiginlegar báðum bókum,
nefnilega tvö dæmi í Tms. frá 1958. Annað er haft eftir konu á Siglu-
nesi, um vætu á jörð eða í þvotti, og í hinu segir að orðið sé notað á
Siglunesi, á Siglufirði og í Fljótum um vætu í þvotti og heyi. Þá segir
á ótímasettum seðli að tiltekinn heimildarmaður kannist ekki við
orðið.
Um lýsingarorðið deppinn finnst aðeins eitt dæmi í Rms., úr þjóð-
sagnasafni Jóns Árnasonar. Þar kemur orðið fyrir í Brynjubæn til að
verjast óhreinum anda: „Flýðu nú kargar keppinn / kvillaður, kramd-
ur, deppinn, / kvalinn um vambar sveppinn, / hvorki heill né hepp-
inn, / logann hafðu fyrir leppinn, / liggðu svo kyrr og hneppinn."
(JÁÞj. I, 457 (1862-64); I, 442 (1954-61).) Sé þetta eina heimild Osb.
má höfundur teljast djarfur við merkingarskýringuna, og staðbinding
virðist líka nokkuð röskleg þótt særingin sé að vestan. Vel má vera að
þeir Árni hafi þekkt þetta víðar að.
Bragi Sigurjónsson ritstjóri og kennari á Akureyri er síðari heim-
ildarmaður Tms. um nafnorðið deppa. Halldór Halldórsson málfræði-
prófessor skrifaði í Tímann í lok sjötta áratugarins þætti um orðfæri
og málfar sem hann kallaði „Mál og menning" og fékk bréf frá Braga
í nóvember 1958 um þetta orð (Tíminn 22. febrúar 1959, 5). Það rekur
Bragi á Siglunes eftir tveimur nemendum sínum í iðnnámi nyrðra.
Orðið þekkist ekki á Akureyri og varla á Siglufirði en er notað í
Fljótum, segir annar viðmælenda Braga. Halldór spyr lesendur sína
frekari deila á orðinu en þess verður ekki vart næstu mánuði að hann
fái nein svör. Fram kemur að Halldór hefur talað við Ásgeir, sem segir
Orðabókina aðeins hafa eitt dæmi um orðið, eftir konu á Siglunesi.
Hann hafi nýverið vikið að orðinu í útvarpsþættinum en engin svör
borist. Hér kemur í ljós forsaga síðari seðlanna í Tms.
Halldór er ekki í vafa um að deppa sé „gott og gamalt íslenzkt orð"
og rekur skyldleika þess á sama hátt og Ásgeir síðar - sbr. n. deppa, d.
damp, þ. Dampfi < *dampiön, dampjan.