Orð og tunga - 01.06.2011, Page 168
158
Orð og tunga
Sögnin er raunar ekki í seðlahandritinu að Osbv sem varðveitt er á
Orðabók Háskólans, og hefur verið bætt við eftir innslátt.
Flettuna vantar í handrit 102, og hefur væntanlega bæst við í próf-
örk.
dirla, no.
Í02 dirla „ © 1 garnhylki. 2 stautur til að ríða net."
Osb. dirla „(19. öld) 'garnhylki; nótarsnakkur, stautur til að
ríða með net'."
Skýringartextinn er eins að undanskildum „nótarsnakknum" í síðari
efnislið í Osb. Staðbindingartákn í Í02 er horfið í Osb. en í staðinn
komin aldursvísun.
Aðeins ein heimild hefur fundist um þetta orð, í orðasafni Hall-
gríms Schevings frá 1830-40 (Lbs. 220 8vo), sem skráð er í heild í orða-
safnasafni OH, „gulu seðlunum": „dirla a.m. nótarsnakkur." Hér er
væntanlega komin staðbinding Í02 (a.m. = austanmál), aldursvísun
Osb. og skýringarorðið „nótarsnakkur" í Osb., sem annars er fátítt (en
snakkur vel þekkt um vefjarspólu eða -vindu).
Hvaðan garnhylkis-merkingin er komin í bækurnar tvær er hins-
vegar ráðgáta.
doðviðrast..., so.
Í02 „doðviðrast (doferast, dof(h)eyrast) s: d. yfir © dragast,
fyrnast yfir."
doðviðrislegur „© sljór, linkulegur."
„doviðrast, doviðri = doðviðrast, doðviðri."
Orðin eru ekki í Osb.
í Tms. eru um tveir tugir dæma um sögnina í ýmsum myndum,
elst frá 1963 og 1968, og eitt um lýsingarorðið, með sömu skýringu
og í Í02. Engin dæmi eru um doviðri eða doðviðri sem líklega gegna
aðeins því hlutverki að vísa á lýsingarorðið.
Merking miðmyndarsagnarinnar með ögninni yfir er allajafna
svipuð og tilgreint er í orðabókinni: dragast á langinn eða úr hömlu,
trassast, gleymast, lenda í útideyfu, fyrnast yfir. Hún hefur líka þá
merkingu ein og sér í tveimur dæmum, en í öðrum tveimur merkir
hún agnarlaus að 'slæpast, slóra, fara rólega' og á einum seðli með
forsetningarliðnum við e-ð merkir hún 'slugsa, dunda við'. Eitt dæmi
er um það að einhver doðviðrist allur niður, þ.e. að ekkert verði úr
honum, en sagt fátítt.