Orð og tunga - 01.06.2011, Síða 170
160
Orð og tunga
verið notuð á sögnina í handritinu, hver sem framburðurinn hefur þar
verið. Hjá Guðmundi er varla um samsetta sögn að ræða heldur virð-
ist sagnstofninn, daup-/dauf-r lengdur með latneskulegu viðskeyti.
Varla fer milli mála að upprunamyndin er daufheyrast, samanber og
Tms.-dæmið um dofheyrast, enda eru merkingarnar skyldar, annars-
vegar að 'verða ekki við e-i bón' (Í02), hinsvegar að '(láta) dragast,
fyrnast yfir' - qvod Oblivioni traditur.
Flest tiltæk ritdæmi fyrri alda og síðari um að daufheyrast eru skýr
og afbrigðalaus. Merkilegt er þó að sjá í Rms. seðilinn daufeyrður eftir
Stephani G. Stephanssyni. Orðið er í Formannavísum um hrausta sjó-
sóknara: Með kvíðalaust geð / ég kappsigli með - / og hvernig sem
ferðin mér gengi, / mér hryti ei kvein / ef helstríð og vein / að heyra ég
daufeyrður fengi. (StGStAnd. I, 497.)
Beinast liggur við að skilja þetta svo að hér sé eyrað dauft. Er þarna
kominn týndi hlekkurinn? - sögnin daufheyrast hafi verið umtúlkuð í
daufeyrast, sem síðan skilst illa og fæðir af sér margvísleg afbrigði?
dogginn, lo.
102 dogginn „O sitja d. og rogginn sitja lon og don."
Osb. dogginn „(nísl.) 'þaulsætinn, kyrr; dompinn', dogginn
og rogginn 'lon og don'."
Munur merkingarskýringa er nokkur. í Í02 er einungis skýrt sam-
bandið „sitja dogginn og rogginn" en í Osb. er það undirskipað tví-
liða meginskýringu sem einskonar dæmi. Þá er orðið ekki talið stað-
bundið í Osb.
Efniviður bókanna er þó sá sami að því séð verður og heimildir
einungis að finna á átta seðlum í Tms. sem allir sýnast skráðir áður
en vinna hefst við Í02. Elstur er seðill úr ísfirsku orðasafni frá fyrstu
tugum 20. aldar en önnur tímasett dæmi eru frá árunum 1961 til 1977.
Dæmin eru að vestan, fjögur eftir ísfirðingum og Dýrfirðingum, eitt
merkt Vestfjörðum án frekari staðsetningar, annað af Rauðasandi,
þriðja úr Reykhólasveit, og að auki eitt frá Mýrdælingi sem vitnar í
ísfirðing. Virðist helst yfirsjón að staðbinda ekki orðið í Osb., en ef til
vill hefur höfundi þótt útbreiðslusvæðið heldur gisið.
í sex af dæmunum átta er dogginn í tengslum við rímorðið rogg-
inn, röðin ekki alltaf eins, og fleiri dæmi um að orðin fylgi hvert öðru
án samtengingar, rogginn dogginn, en að tengingin og sé höfð á milli.
Þrisvar eru lýsingarorðin sagnfylling með sitja í merkingunni 'þaul-
sætinn; ákafur, iðinn'. í tveimur dæmum án sagnarinnar er dogginn