Orð og tunga - 01.06.2011, Side 174
164
Orð og tunga
Hitt ritið er þriðja útgáfa íslenskrar orðabókar frá 2002, þar sem
flettan er endurbætt frá 102 og meðal annars lýst nýju sambandi: „nú
(það...) donar yfir e-n óp þ.e. er aldeilis hissa." Aðalsteinn Davíðsson fór
yfir merkingarskýringar í sagnflettum fyrir útgáfu 103, og segir mér
að þetta hafi hann sett inn úr eigin máli, og líklega numið í barnæsku
á Héraði (símtal 3. apríl 2010).
dosla, so.
Í02 dosla „dolsa, slóra."
Osb. dosla „(17. öld) t 'dolsa, slóra; dingla'."
í Osb. bætist efnisliður við merkingarskýringuna frá Í02 en að auki
er komin aldursvísun og kross, sem lesa ber þannig úr að orðið sé
þekkt frá 17. öld en ekki til í nútímamáli. í Í02 er sögnin án nokkurrar
leiðbeiningar um aldur eða málsnið, sem er undarlegt í ljósi heim-
ilda.
Um orðið eru fjórar heimildir, frá 17., 18. og 19. öld, og sér þriggja
þeirra stað í „gulu seðlunum" á OH. Allt er þetta úr orðasöfnum
eða -bókum, og er fyrstan að telja Guðmund Andrésson sem segir
í orðabók sinni frá því um miðja 17. öld að dosla sé sama og dolsa
(skrifað „Dollsa"): „Suspensé adhærere vagum." Það útleggst: loða
við hangandi í lausu lofti - sem er nokkurnveginn að 'dingla'. Sögnina
dolsa skýrir Guðmundur sem 'loða við, hanga slakur' („hærere &
hærens appendere, pendulum ignavum").
Hannes Finnsson biskup segir í orðabókarhandriti sínu frá um
1780-90 að sögnin dolsa sé sömu merkingar og dosla og orðin til
úr henni með hljóðavíxlum, „per metathesum" (Lbs. 99 fol., 412).
Þetta endurtekur síðan Hallgrímur Scheving í sínu safni: „dosla per
metathesum literarum dolsa" - dosla úr dolsa með stafa-víxlum (Lbs.
220 8vo, 68). Báðir þekktu orðabók Guðmundar Andréssonar.
Það hefur líka gert nafni hans Olafsson sem hóf orðasöfnun sína
í Uppsölum þremur árum áður en bók Andréssonar var prentuð í
Kaupmannahöfn. Þar er sögnin skýrð sem „Suspensé adhæreo,"
nánast einsog hjá Andréssyni, en bætt við tveimur nafnorðum sem
ekki verður vart annarstaðar: dosl, „adhærendi actus" eða 'það að
loða við', og doslan, „Actus suspensé adhærendi" eða 'það að loða
við hangandi' (N 2, bind IV, 2. afdeling, bls. 346). Þessi nafnorð hafa
ekki ratað í orðabækurnar tvær. Er kannski sök sér um -an-nafnorðið,
því það viðskeyti má nánast telja hluta af beygingu ö-sagna.17 Hitt er
17 Jan Nilsson undrast með Jakob Benediktssyni mikinn fjölda uppflettiorða í hand-