Orð og tunga - 01.06.2011, Side 175
Mörður Árnason: Ásgeir, Orðsifjabókin og ÍO 1983
165
ólíkt Ásgeiri að sleppa stofnorði á borð við dosl, og bendir til þess að
orðasafnið frá Uppsölum hafi ekki verið nýtt að ráði við undirbúning
Osb. Ásgeir hefur kannski treyst Guðmundi mátulega.
I Osb. er sögnin dolsa í upphafi sögð merkja að 'hangsa, slóra' en
sagt frá merkingunni 'dingla' síðar í flettunni. Þessar merkingar rata
síðan inn í lýsingu sagnarinnar dosla, þótt hún sé ekki skýrð beinlínis
í heimildunum nema sem 'dingla' í Guðmundarbók. Höfundur Osb.
fellst „taepast" á hljóðavíxlakenningu genginna kollega sinna en virð-
ist þó hafa gert það óbeint í 102 með því að velja dosla sem skýring-
arsamheiti. Kannski er hann þarna - einsog segir í formálalok Orð-
sifjabókarinnar góðu (bls. xx) - að „þrátta við sjálfan [sjig"?
Dregið saman
í Osb. er ekki eitt orðanna eða orðhópanna úr Í02, doðviðrast ... Þá
standa eftir sextán orð eða hópar.
Má heita að sjálf merkingarskýring Í02 og Osb. sé samhljóða í
fimm þeirra: data, della no., dikill, dings, dirla. Eitt þessara orða er þó í
Osb. tengt orði sem ekki er að finna í Í02 (dings - dingsa).
Fjögur orð hafa svipaða skýringu í báðum bókum en þó þannig
að merking hnikast eða verður fyllri: darra, dausa, della so„ deppa. Eitt
þessara er í Osb. tengt orði sem ekki finnst í Í02 (deppa - deppinn).
Þrjár skýringanna eru orðaðar þannig að tengsl virðast milli skýring-
artextanna, þótt heimildir séu nokkurnveginn samar7 en um dausuna
gæti skýring Osb. verið óháð textanum sem settur var í Í02. Þrjár
skýringanna í Osb. lýsa betur en í Í02 merkingu sem lesa má úr
heimildunum en ein þeirra er fyllri í Í02.
Sjö orð eða orðhópar teljast hafa fengið talsvert auknar eða fyllri
merkingarskýringar í Osb. en í Í02: dalsa, denoka ..., dimbiltá, dogginn,
dokka, dona, dosla. Merkingarskýring dimbiltáarinnar er gölluð í Í02,
og eru líklega einber mistök. Úr því er bætt í Osb. í hinum tilvikunum
sex hafa þrjú uppflettiorðanna fengið grunnmerkingu í Osb en voru
í Í02 einungis skýrð í samböndum (dalsa, dogginn, dona). Samböndin
fylgja öllum þremur í Osb., og eru fleiri sýnd í tveimur þeirra.
Nýr efnisliður hefur bæst í merkingarskýringu eins uppflettiorðs
riti Guðmundar og telur þau ekki öll jafn-merk: „mánga uppslagsformer ár sáker-
ligen möjliga - men konstruerade av Gudmundur. Framför allt förundras man
över alla abstrakter av typ druslanV' [þ.e. af so. drusla]. Nilsson 1989:61; sbr. Jakob
Benediktsson 1971:16-17.