Orð og tunga - 01.06.2011, Blaðsíða 189
Bókafregnir
179
Vojtéch Kupoca. 2008. lslandsko-ceský slovník. Prag: Litera
Proxima. ISBN 978-80-254-3008-8. 407 bls.
Nýlega var gefin út íslensk-tékknesk orðabók. Hún er eingöngu ætl-
uð tékkneskumælandi fólki eða þeim sem hafa tékknesku vel á valdi
sínu og þurfa að geta lesið íslenskan texta. Engar leiðbeiningar eru
fyrir íslenska notendur.
í bókinni eru 32.000 íslenskar flettur, 10.000 dæmi og frasar, orða-
forðinn er miðaður við nútímamál og virðist fenginn úr Islenskri orða-
bók fyrir skóla og skrifstofnr (1994) sem var með óbreyttum texta útgáf-
unnar frá 1983 (Islensk orðabók handa skólum og almenningi) í ritstjórn
Árna Böðvarssonar. í bókinni er einnig nokkuð um íðorð. Skýringar
eru að mestu orð á móti orði en höfundur hefur lagt sig eftir að birta
helstu sagnasambönd og algengustu orðasambönd. Bókin kemur því
vafalaust að góðu gagni þeim sem þurfa hjálp við að skilja eða skrifa
texta á íslensku.
Guðrún Kvaran
Anh-Ðáo Trán, Valdís Stefánsdóttir. 2010. Víetnömsk-ís-
lensk, íslensk-víetnömsk orðabók. Reykjavík: Iðnú. ISBN 978-
9979-67-247-0. 216 bls.
Árið 1999 var gefin út víetnömsk-íslensk, íslensk-víetnömsk orðabók
til þess að auðvelda Víetnömum á íslandi að læra íslensku. Átti Guð-
rún Halldórsdóttir, þáverandi forstöðumaður Námsflokka Reykjavík-
ur, frumkvæðið að því verki. I tilefni þess að 30 ár voru liðin frá því að
Víetnamar settust fyrst að hérlendis var ráðist í að gefa út nýja bók og
tekur höfundur fram að val orðanna í bókina hafi tekið mið af því að
hún kæmi að notum við nám og í daglegum samskiptum. í formála
segir: „í henni [þ.e. bókinni] eru algeng orð sem notuð eru við vinnu,
á lækna- og hjúkrunarstofum, í skólum, hjá félagsþjónustunni eða á
öðrum skrifstofum hins opinbera o.s.frv." (1999:7). Hverju orði fylgja
málfræðilegar upplýsingar og sums staðar eru gefin notkunardæmi.
Fremst í bókinni eru leiðbeiningar um íslenskan framburð, listi er
yfir skammstafanir sem koma fyrir í bókinni og listar eru um töluorð,
vikudagaheiti, mánaðaheiti og helstu hátíðisdaga. Þá tekur við sjálf
orðabókin, fyrst víetnösk-íslensk (21-110) og síðan íslensk-víetnömsk
(111-192). Hvergi kemur fram hversu margar flettur eru í hvorum
hluta.