Orð og tunga - 01.06.2011, Page 190
180
Orð og tunga
Aftan við orðabókina eru birtir nokkrir listar með beygingu ís-
lenskra nafnorða, töluorða, fjölskyldunafna og helstu fornafna og
sýnd er fallbeyging lýsingarorða í frumstigi, miðstigi og efsta stigi. Þá
er sýnd beyging hjálparsagnanna vera og hafa og að lokum eru núþá-
legar sagnar sýndar í öllum persónum eintölu og fleirtölu í nútíð og
sýnd eru hljóðskipti algengustu sterkra sagna Tvær sagnir flutu þar
með sem beygjast veikt, hafa og þvo.
Guðrún Kvaran
Ruth Vatvedt Fjeld og Lars S. Vikor. Ord og ordboker. Ei
innforing i leksikologi og leksikografi. Kristiansand: Hoy-
skoleforlaget. ISBN: 978-82-7634-677-0.
Bókin Ord og ordboker varð til eftir áralanga kennslu höfunda í orða-
bókarfræðum sem þau tóku við af Dag Gundersen, prófessor við há-
skólann í Osló. I formála geta þau þess að meginstuðningsrit þeirra
hafi verið Nordisk leksikografisk ordbok frá 1997 og rit Bo Svensén Hand-
bok i leksikografi frá 1987, í annarri útgáfu frá 2004.
I inngangi er fjallað um ýmis mikilvæg hugtök. Fyrst er rætt um
hvað sé átt við með hugtakinu orðabók og hver sé munurinn á ein-
mála og tvímála orðabókum. Sem dæmi um einmála orðabækur eru
nefndar Bokmalsordboka og Nynorskordboka enda bókin einkum gerð
með norska notendur í huga þótt hún vissulega nýtist vel öðrum sem
kynna vilja sér aðferðir við orðabókagerð. Gerð er grein fyrir hug-
tökunum viðfangsmál (kildesprák) og markmál (málsprák). Enska er
t.d. viðgangsmál í ensk-norskri orðabók en norska markmálið. Síð-
an fjalla höfundar um umjjöllunarmál (objektsprák) og stoðmál (meta-
sprák). Umfjöllunar'málið er oftast það mál sem orðabókin lýsir (við-
fangsmálið) en stoðmálið er það mál sem notað er við lýsinguna
(markmálið).
I næstu tveimur undirköflum er rætt um orðabókarfræði (leksikografi)
og skilin milli þeirrar fræðigreinar og orðasafnsfræði (leksikologi).
Orðabókarfræði er unnt að skilgreina á fleiri en einn veg en höfundar
velja þá lýsingu sem fram kemur í Nordisk leksikografisk ordbok,
þ.e. að orðabókarfræði nái yfir vinnu við orðabækur og rannsóknir og
þróun fræðikenninga um tilurð orðabóka, einkenni þeirra, markmið
og notkun. Orðasafnsfræði er aftur á móti grunnurinn sem öll orða-
bókarfræði er reist á.