Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 34

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Page 34
34 SKAgFirÐingABóK Árni „kaldi“ var af Akranesi, dugn­ aðar garpur, en stundum hafður að spotti vegna einfeldni sinnar. Þá var Pétur nokkur, Vestur­Húnvetn ingur, frá Litla­Bakk a að mig minn ir. Hann gat kastað fram stöku þegar mikið lá við. Ekki má svo gleyma gullfallegum ráðskonum og bílstjór um, sem vita­ skuld var sérstök virðing arstétt, enda kvæntust tveir þeirra ólof uðum ráðs­ konum og sá þriðji sótt i sér skagfirska blómarós niður í Vallhólm. Síðan voru kúskarnir. Það voru stráklingar, ég held flestir úr reykja­ vík. Varla gat heitið að ég kynntist þeim, því að þeir fóru heim til sín í skóla fljótlega eftir að ég kom. Mig rámar þó í að í þeim hópi væru Matthía s johannessen, Steingrímur Hermannsson og Bjarni guðnason. Þegar ég kom nú á Skarðið um vorið 1943 kaus ég að fara í flokk Egils. Þar þekkti ég flesta. Sumir voru gamlir vinir og skólabræður, svo sem þeir bræður jóhann og Hilmar Péturssynir frá Steini á reykjaströnd, sem verið höfðu með mér í unglingaskólanum á Króknum. Við þá bast góð vinátta, sem ég hygg að aldrei hafi rofnað, þó að vík hafi verið á milli á seinni árum. Síðar bættist yngsti bróðirinn í hóp­ inn, Kristján. Allir urðu þeir bræður mektarmenn í Keflavík syðra, hver á sínu sviði. Þeir voru synir Pét urs Lárussonar bónda á Steini og konu hans, Kristínar Danívalsdóttur. En raunar var það annað sem hafði hvað mest áhrif á að ég kaus flokk Egils. Svo var mál vaxið að þangað vantaði „grautarkokk“. Þó að ég væri að vísu ekki þaulvanur eldamennsku fannst mér þjóðráð að bjóða mig fram til þessa embættis. Að vísu hafði það ekki gerst áður að unglingur sæktist eftir því. En ég var ólatur og sá fram á auknar tekjur, tvo eftirvinnutíma á dag. Það myndi koma sér vel til að fram fleyta sér næsta vetur. Starf graut­ arkokksins var í því fólgið að vakna klukkan fimm á hverjum morgni. Byrj a á því að kveikja upp eld í kola­ eldavélinni og elda hafragraut handa öllum flokknum, 20–30 manns. Búið átti að vera að elda og leggja á borð og hafa graut og slátur til reiðu klukkan sjö. Þá var gengið á öll tjöld, þau barin heldur ómjúklega utan og menn vakt­ ir: „grautur, graut ur!“ Menn spændu síðan í sig grautinn og örkuðu út í veg klukkan 7:40. Kokksi varð eftir til að þvo upp, leggj a saltfisk í bleyti, höggv a kjöt, skúra gólf, hreins a kamr a og sitthvað fleira. Klukkan átta vakti hann ráðskonurnar – og voru þá barsmíð arnar á tjaldið held ur mýkri og rómurinn mildari. – Þær komu að öllu heitu og hreinu og tóku að smyrja brauð og undirbúa hádegisverð og bakstur. um níuleytið fékk graut­ arkokkur kaffi og vel úti látið bakk elsi og hélt síðan út í veg með fullar fötur af brauði, sem hann deildi út meðal manna. Það hét „kúskabiti“ og átti víst upphaflega að vera einung is auka­ biti handa kúskagreyjunum, en þegar hér var komið nutu þess all ir. Síðan stundaði kokkur sína vega vinnu eins og allir hinir. Vinnu lauk klukkan sjö á kvöldin. Eftirvinnutímar voru tveir. grautar­ kokkur fór venjulega klukkutíma fyrr til að hjálpa ráðskonunum. Yfirleitt höfðu menn matast um áttaleytið. Þá höfðu þeir yngri oftast einhvern gleðskap í frammi, fóru í fótbolta eða þess háttar. En ég var þá venjulega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.