Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 84

Skagfirðingabók - 01.01.2010, Síða 84
84 SKAGFIRÐINGABÓK er Móholtið og á því var allur mór, sem upp var tekinn, þurrkaður. Hann var aðaleldsneytið ásamt sauðataði. Mógrafirnar voru í jaðri þessa mýrar­ sunds. Mjótt mýrarsund tók við neðan Móholtsins og þar neðan við enn ann að, sem endaði syðst í allháum klettarima, Höfðanum, sem náði suður und ir Ketumerkin. Þar hafði fénaður ágætis skjól í norðanbelgingi og ill­ viðrum. Niður af Höfðanum var svo Torfholtið, rétt ofan við kílana. Þang­ að var flutt til þerris allt torf sem rist var til heimilisnota á hverju vori. Norður af Torfholtinu kom svo all­ breitt mýrarsund og þar neðan við hin ar eiginlegu „mýrar“ sem land­ fræðilega tilheyra Skagafjarðareylend­ inu og eru í raun gamall og nýr farveg­ ur Héraðsvatna, sem renna báðum megin Hegraness og hafa með fram­ burði sínum myndað Eylendið. Um það bil í þessum mýrum miðjum er Rotutjörnin. Sunnantil er hún vaxin fergini, en fer svo smá dýpkandi og norðantil er hún djúp og graslaus og fær af því nafn sitt. Þegar hún var slegin var ljánum beitt sem næst botn­ inum til að ná sem mestu af stráunum. Þetta var kallað „að slá niðri í“. Dýpið í tjörninni var frá því að vera í mitti á fullorðnum og undir hendur þar sem hún var slegin. Tjörnin var slegin ár­ lega og þótti ferginið afbragðs fóður ef það verkaðist vel. Það voru bara mjólkurkýrnar sem fengu það. Neðan við tjörnina tók við belti af kílum þar sem óx stórvaxin tjarnarstör eða „blástör“ eins og hún var almennt köll uð. Störin var slegin í vatnsborðinu með „rakstrarkonu“ í múga „úr og í“ og varð af heyinu þykkur múgur. Þess­ ir múgar voru oft dregnir á land með hesti. Vaðið var með langan kaðal og „dráttarspýtuna“ aftur fyrir múginn og hesturinn teymdur beint áfram en sá sem úti í kílnum var, sá um að ekk­ ert færi úrskeiðis. Síðan var þessu heyi ekið fram á Vatnabakkana til þerris. Á milli þessara kíla var mjög góð torf­ rista og víða hægt að rista 2­3 torfur niður. Neðan við kílabeltið tók við allbreitt mýrlendi, sem stundum var nýtt til slægna. Þá tóku við bakkar Héraðs­ vatna, eða kvíslar sem í daglegu tali nefndist Rípurkvísl, og rann fyrir Hamarslandi frá vestsuðvestri til aust­ norðausturs niður á móts við Land­ hólm ann, sem var aðal engjaland Hamars. Smálæna sem nefndist „Sand­ ur“ skildi Hólmann frá Vatnabökkun­ um. Austan Landhólmans sameinaðist Rípurkvíslin við aðalkvísl Vatnanna sem fellur austan Rípureyjar. Þessi „Rípurey“ var í raun norðurendi á geys i stórri eyju sem tilheyrði Eyhild­ arholti sunnantil, en norðurendinn Ríp, enda þótt hún lægi öll fyrir Ketu­ og Hamarslandi. Á þessum árum féllu öll eystri Héraðsvötn í djúpum stokk austan við Landhólmann, en austan þeirra átti Hamar þrjá hólma sem nefnd ust: Austurhólmi, sem var þeirra syðstur og stærstur (og fjærstur). Þá kom Miðhólmi og á milli þeirra smá læna sem þá var þurr nema í flóðum. Nyrstur og minnstur var Hrúthólmi. Smástokkur var á milli þeirra á þess­ um árum. Í þessa hólma rerum við á pramma þegar þeir voru heyjaðir og var stundum sumt af heyinu ferjað þannig yfir í Landhólmann, en annars sett saman og ekið heim þegar komið var akfæri. Þarna var líka afbragðsbeit fyrir hrossin að vetrinum. Voru þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Skagfirðingabók

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.