Skagfirðingabók - 01.01.2010, Blaðsíða 84
84
SKAGFIRÐINGABÓK
er Móholtið og á því var allur mór,
sem upp var tekinn, þurrkaður. Hann
var aðaleldsneytið ásamt sauðataði.
Mógrafirnar voru í jaðri þessa mýrar
sunds. Mjótt mýrarsund tók við neðan
Móholtsins og þar neðan við enn
ann að, sem endaði syðst í allháum
klettarima, Höfðanum, sem náði suður
und ir Ketumerkin. Þar hafði fénaður
ágætis skjól í norðanbelgingi og ill
viðrum. Niður af Höfðanum var svo
Torfholtið, rétt ofan við kílana. Þang
að var flutt til þerris allt torf sem rist
var til heimilisnota á hverju vori.
Norður af Torfholtinu kom svo all
breitt mýrarsund og þar neðan við
hin ar eiginlegu „mýrar“ sem land
fræðilega tilheyra Skagafjarðareylend
inu og eru í raun gamall og nýr farveg
ur Héraðsvatna, sem renna báðum
megin Hegraness og hafa með fram
burði sínum myndað Eylendið. Um
það bil í þessum mýrum miðjum er
Rotutjörnin. Sunnantil er hún vaxin
fergini, en fer svo smá dýpkandi og
norðantil er hún djúp og graslaus og
fær af því nafn sitt. Þegar hún var
slegin var ljánum beitt sem næst botn
inum til að ná sem mestu af stráunum.
Þetta var kallað „að slá niðri í“. Dýpið
í tjörninni var frá því að vera í mitti á
fullorðnum og undir hendur þar sem
hún var slegin. Tjörnin var slegin ár
lega og þótti ferginið afbragðs fóður ef
það verkaðist vel. Það voru bara
mjólkurkýrnar sem fengu það. Neðan
við tjörnina tók við belti af kílum þar
sem óx stórvaxin tjarnarstör eða
„blástör“ eins og hún var almennt
köll uð. Störin var slegin í vatnsborðinu
með „rakstrarkonu“ í múga „úr og í“
og varð af heyinu þykkur múgur. Þess
ir múgar voru oft dregnir á land með
hesti. Vaðið var með langan kaðal og
„dráttarspýtuna“ aftur fyrir múginn
og hesturinn teymdur beint áfram en
sá sem úti í kílnum var, sá um að ekk
ert færi úrskeiðis. Síðan var þessu heyi
ekið fram á Vatnabakkana til þerris. Á
milli þessara kíla var mjög góð torf
rista og víða hægt að rista 23 torfur
niður.
Neðan við kílabeltið tók við allbreitt
mýrlendi, sem stundum var nýtt til
slægna. Þá tóku við bakkar Héraðs
vatna, eða kvíslar sem í daglegu tali
nefndist Rípurkvísl, og rann fyrir
Hamarslandi frá vestsuðvestri til aust
norðausturs niður á móts við Land
hólm ann, sem var aðal engjaland
Hamars. Smálæna sem nefndist „Sand
ur“ skildi Hólmann frá Vatnabökkun
um. Austan Landhólmans sameinaðist
Rípurkvíslin við aðalkvísl Vatnanna
sem fellur austan Rípureyjar. Þessi
„Rípurey“ var í raun norðurendi á
geys i stórri eyju sem tilheyrði Eyhild
arholti sunnantil, en norðurendinn
Ríp, enda þótt hún lægi öll fyrir Ketu
og Hamarslandi. Á þessum árum féllu
öll eystri Héraðsvötn í djúpum stokk
austan við Landhólmann, en austan
þeirra átti Hamar þrjá hólma sem
nefnd ust: Austurhólmi, sem var þeirra
syðstur og stærstur (og fjærstur). Þá
kom Miðhólmi og á milli þeirra smá
læna sem þá var þurr nema í flóðum.
Nyrstur og minnstur var Hrúthólmi.
Smástokkur var á milli þeirra á þess
um árum. Í þessa hólma rerum við á
pramma þegar þeir voru heyjaðir og
var stundum sumt af heyinu ferjað
þannig yfir í Landhólmann, en annars
sett saman og ekið heim þegar komið
var akfæri. Þarna var líka afbragðsbeit
fyrir hrossin að vetrinum. Voru þau