Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 11
Þ ú g a f s t m é r a l l a g l e ð i s e m é g á
TMM 2008 · 4 11
eyri. Elsta dagbók Þóru sem geymd er á Landsbókasafni er skráð í þess-
ari ferð. Þóra var mjög vel ritfær, enda minnist Davíð oft á það hve
bréfin hennar séu falleg: „’Það er eins og augnablikin og dagarnir verði
til þín vegna’. Hefur þú hugmynd um hvað þetta er fallegt? Þetta hefur
þú sjálf skrifað. Þetta er fallegra en þúsund ástakvæði sem sumir
yrkja.“
Í dagbókinni frá 1932 minnist Þóra aldrei á Davíð – nema óbeint.
Gleggsta dæmið er frásögn af heimsókn hennar í leikhús í Oxford Cir-
cus í London þar sem Sígaunahljómsveit hrífur hug hennar:
Það var eldur í músíkinni, þunglyndi, gáski, allar mannlegar tilfinningar látnar
í ljósi, og þegar kom svo seinasta lagið sem allir syngja heima kvæðið við: Til
eru fræ sem fengu þennan dóm – þá fór ég fyrir alvöru að finna til í hjartanu
og mundi eftir norðurljósum og stjörnubjörtu kvöldunum heima á Akureyri og
öllu því fallegasta besta sem til er í sambandi við lífið.
Í kveðjubréfi Davíðs frá sama ári talar hann um einsemd sína og þung-
lyndi, skort á innri gleði. En bætir svo við: „Þótt þú sért sorgarbarn, Þóra
mín, þá finnst mér alltaf að þú eigir hina heilögu gleði í sál þinni þrátt
fyrir allt.“
Forvitnilegt væri að rekja ýmsa sameiginlega þræði í bréfunum og í
ljóðum Davíðs. Það er alltént óhætt að gera ráð fyrir að ljóðin Kveðja og
Minning í Nýjum kvæðum séu beinlínis ort til Þóru. Næst á eftir
erindinu sem Sólveig Einarsdóttir vitnar til í fyrrnefnda kvæðinu er
þetta:
Eitt orð, eitt ljóð, eitt kvein frá kvaldri sál
er kveðja mín. Ég veit þú fyrirgefur.
En seinna gef ég minningunum mál
á meðan allt á himni og jörðu sefur.
Þá flýg ég yfir djúpin draumablá,
í dimmum skógum sál mín spor þín rekur.
Þú gafst mér alla gleði sem ég á.
Þú gafst mér sorg sem enginn frá mér tekur.
Í síðara kvæðinu eru þessar ljóðlínur:
Ég geymi gjafir þínar
sem gamla helgidóma.
Af orðum þínum öllum
var ilmur víns og blóma.
Af öllum fundum okkar
slær ævintýraljóma.