Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 18
Á s g e i r H . I n g ó l f s s o n
18 TMM 2008 · 4
sleppa frá Višegrad með því að arka yfir tveggja sentimetra djúpan poll
af blóði á brúnni með skó fórnarlambanna tvist og bast í blóðpoll-
inum.
Og nú þegar hugtakið fjölmenning er að skjóta föstum rótum á áður
einangruðu Íslandinu sem og fleiri Evrópulöndum sem áður voru mun
fábreyttari erum við búin að glata mörgum merkilegustu og best heppn-
uðu fjölmenningarsamfélögum Evrópusögunnar, samfélögum sem
höfðu lifað um aldir. Sarajevo, sem áður var merkilegasti suðupottur
Evrópu með óteljandi þjóðarbrot og trúarbrögð, er nú nær eingöngu
byggð múslimum, ef undan er skilinn serbneski hlutinn, sem er ein-
angraður í bæjarhluta sem fæstir ferðalangar eru líklegir til þess að hafa
áhuga á. Í Višegrad er þessu öfugt farið, hér eru engir múslimar lengur
þótt áður hafi þeir verið í meirihluta, þeir sem ekki voru drepnir flúðu
– og þessi suðupottur menningarheima sem lesa má um í bókum Andrić
og Stanišić kemur seint aftur. Bærinn er tvöfalt fámennari, tíu þúsund
eru eftir, önnur tíu þúsund látin eða farin. Þar á meðal Saša Stanišić og
foreldrar hans, en pabbi hans var serbi og mamman múslimi. Nú býr
Saša í Þýskalandi og foreldrarnir í Bandaríkjunum – og enginn er að
fara að flytja heim.
Fjölmenningin og listræn óreiðan er eini sannleikurinn um Balk-
anskagann, þjóðernishyggjan er lygi rómantískra þjóðsagnahöfunda.
Serbar, bosníumenn og króatar tala nánast sama tungumálið og eru
nauðalíkir, jafnvel trúin er eftiráskýring á átökum sem höfðu lítið með
trú að gera, enda hafa íbúar Balkanskagans sjaldnast talist sérstaklega
heittrúaðir. Því er varla tilviljun að bók Andrić snýst aðallega um það að
afbyggja þjóðsögur og búa til manneskjulegri sögur í staðinn. Hann
skilur sem er að það eru mýturnar um þjóðir Júgóslavíu sem ollu allri
ógæfu landa hans, ógæfu sem átti bara eftir að magnast eftir hans dag.
En sá Andrić sem skrifaði Brúna á Drínu hafði séð tvær heimsstyrj-
aldir spretta úr jarðvegi þjóðernishyggju og bjartsýni. Upplifun hans á
mannkynssögunni er mörkuð vonbrigðum hans með stjórnmálabaráttu
sem svo oft verður mannvonskunni að bráð. En þrátt fyrir óreiðuna sem
alls staðar veður uppi í mannkynssögunni þráir Andrić að koma á reglu
þar. Hann snýr baki við mannkynssögunni og snýr aftur til hennar í
formi skáldskaparins. Þannig togast á andstyggð á mannkynssögunni
og umburðarlyndi gagnvart henni. En í leit sinni að hetju kemur hann
ekki niður á manneskju, enda eru aðalpersónur mannkynssögunnar,
allt frá Rómarkeisurum til Hitlers og Stalíns og nú á seinni tímum
Milosevic og Tudjman, fæstir hetjunafnbótar virði.