Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 27
Þ e g a r é g va r ð Í s l e n d i n g u r
TMM 2008 · 4 27
ár í útlöndum við litlar áhyggjur og svo dembast yfir skuldir og reikn-
ingar, volandi eiginkona og síveikt barn.
Ég get vel ímyndað mér hvernig við litum út í augum nágrannakvenna
minna sem þá voru, sem drukku sitt kaffi við eldhúsgluggann með
hreinni samvisku eftir að þær höfðu komið á skínandi og ilmandi röð og
reglu í eldhúsinu eftir hádegismatinn. Um eittleytið setti Árni upp rússn-
eska loðhúfu, steig á bak reiðhjólinu og lagði af stað til að móta vitund
uppvaxandi kynslóðar. En við Snorri fórum út að ganga ef hlé varð á háls-
bólgum. Veturinn var hlýr og snjólaus, krakkar hlupu um á peysum
einum saman, konur voru á háum hælum og í poplínkápum, karlar í jökk-
um. Eina flíkin sem ég gat farið í var ungversk mokkakápa, sem fyrir 25
árum virtist afar undarlegur gripur og fágætur. Barnið var í úlpu og með
lambhúshettu og eitthvað öðruvísi en aðrir krakkar. Við vorum eitthvað
skrýtin að sjá. Og eitthvað fór orðspor af þessari nýju fjölskyldu út og
suður og á skjön við veruleikann. Til dæmis gerðist það ári síðar að rosk-
in kona sem við höfðum lánað íbúðina okkar meðan við fórum í frí hitti
gamla kunningjakonu sína þarna í Drápuhlíðinni. Þær tóku tal saman.
– Svo þú ert þá þarna uppi í risinu hjá þessum Rússum?
– Rétt er það, viðurkenndi konan.
– Segðu mér eitt, við hjónin höfum verið að velta þessu fyrir okkur:
hvernig gat aumingja konan fengið af sér að giftast þessum Rússa?
– Hvernig spyrðu, það er hún sem er rússnesk, ekki hann.
– Það er ómögulegt! Hún sem er alveg eins og við!
Það var reyndar ekki eins og pund af rúsínum þá að vera „rússnesk“.
Afstaðan til Sovétríkjanna skipti mönnum í lið, í henni birtust heim-
speki og lífskoðun hvers og eins.
Sönnum sósíalistum var ég kærkominn gestur, holdtekning og
fulltrúi og svo framvegis. Ég fann heilmikla ábyrgð hvíla á mér. Vegna
þess að hvað sem leið þeim skrámum og marblettum sem ég hafði feng-
ið heima fyrir (hér mætti vísa til þess sem segir í Blátt og rautt um að vera
gyðingur að ætt í Rússlandi) þá var samt ekkert land betra en mitt. Vegna
þess að allt sem þar fór úrskeiðis fór á þann illa veg ekki „vegna“ sósíal-
ismans heldur „þrátt fyrir“ hann, vegna þess að „vikið var frá grund-
vallaratriðum“. Og þetta var búið að viðurkenna og ekkert líkt því sem
var á dögum Stalíns gat gerst aftur, og Solzhenytsin hafði þegar komið
á prent „Degi í lífi Ivans Denisovitsj“, og núna munu menn taka til í
landinu og hreinsa það af rusli, skít og fnyk. Ég hafði meira að segja
nokkurt samviskubit út af því að með því að fara að heiman hefði ég lagt
á herðar annarra minn hlut af því óþrifastarfi sem vinna þurfti.