Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 86
G u n n þ ó r u n n G u ð m u n d s d ó t t i r
86 TMM 2008 · 4
naívítet hans og unggæðishátt. En þó er það aldrei á þann hátt að hann
geri lítið úr þessum unga manni, draumum hans og viðureign hans við
umhverfið. Eins og hann segir á einum stað, stendur hann fyllilega með
þessum unga manni. En textinn er ‘vefnaður’ eins og Sigurður nefndi
hér að ofan og hann vefur saman pælingum um bókmenntir og leikhús,
gamansögum, sögum um hann sem heimskulega sveitadrenginn, ljóð-
elska blanka stúdentinn á kaffihúsunum – honum bregður fyrir í
ýmsum myndum, og síðast en ekki síst fléttar hann inn ljóðum víða í
textanum og skýrir þá minninguna eða atburðinn að baki þeim. Úr
verður lifandi texti sem lesandinn geysist á um líf hans, rétt eins og höf-
undurinn á olíutunnunni á Signu. En allt litast af því að hann er maður
um tvítugt í leit að upplifunum og fangar hann þann anda gríðar vel.
Sigurður er flínkur við að draga lesandann með sér inn í þennan heim
og þar er ekki síst tónlistin áhrifamikið tæki, sköpunargleðin og lífs-
þorstinn verða nær áþreifanleg þegar Hvíta albúmið dynur undir.
Minnið umskapar og endurskapar og sjálf sköpum við okkur stöðugt í
frásögn. Fortíðin er annað land, en eins og Sigurður segir: „Ekkert hefur
breyst. Allt hefur breyst“ (bls. 174).
Einn þráðurinn í verkinu er að sjálfsögðu þróun skáldsins. Hann seg-
ist hafa verið fimm ára þegar hann ákvað hvað hann ætlaði að verða
þegar hann yrði stór: „gull- og silfursmiður, listmálari, rithöfundur […]
svona var lífið bara, þetta voru mín örlög“ (bls. 17–18). Gull- og silfur-
smiðurinn datt út en listmálaradraumurinn tórði, en rétt eins og þegar
Ingibjörgu gekk ekkert með skáldsöguna verður Sigurður fyrir gífurleg-
um vonbrigðum með eigin málverk. Hann sér fljótt að hann kann ekk-
ert fyrir sér og hefur engar forsendur til að takast á við þetta, því verður
það enn sárara að sjá snilld Van Goghs sem hann grætur yfir á fyrstu
dögum sínum í París (bls. 19). Þannig mætir borgin honum full af nið
aldanna (sem hann hlustar á í Notre dame), full af snillingum, vonbrigð-
um og sigrum. Og eftir nokkur ár í borginni er orðið ljóst að rétt eins og
hjá Ingibjörgu er það þriðji valkosturinn sem verður að fullvissu, skrifin
(bls. 201).
Bæði segja þau frá umbrotatímum á mikilvægum stöðum í sögunni.
Lífið í kommúnismanum er flókið og yfirþyrmandi, jafnvel svo að Ingi-
björg hreinlega veikist í upphafi dvalar og man fyrst og síðast dauninn
af fátæktinni, það sem hún kallar ‘moskvulyktina’. Sigurður segir frá
uppreisninni í París meira og minna sem áhorfandi – eins og hann hafi
staðið fyrir utan atburðina, ekki verið virkur þátttakandi, þótt hann
virðist hafa hrifist með bylgjunni og andrúmsloftinu sem einkenndi
tímann. En bókmenntirnar, tónlistin og ekki síst leikhúsið er honum þó