Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 90
D av í ð A . S t e fá n s s o n
90 TMM 2008 · 4
veiðimanns) skrifast fram sterk umbreyting á bæði eiginmanni og eigin-
konu í kergju og kýtingi í aðdraganda veiðinnar. Konan öðlast sjálfs-
traust og sér í gegnum það grynni sem er eiginmaðurinn á meðan hann
sér á nýjan leik þá konu sem hann varð ástfanginn af. Hann fær aftur til
hennar löngun og vilja til að laga hjónabandið. En það er of seint og rofið
hefur átt sér stað – Maríulaxinn hefur frelsað konuna.
Nokkrar slíkar sögur af hreinum og beinum skáldlegum toga er að
finna í bókinni. En almennt er hún of sértæk sem biblíuleg handbók
stangveiðimannsins til að höfða til þeirra sem, eins og ég, hafa enga
þekkingu á stangveiði. Ýktar ljóðrænar lýsingar á því að tengjast náttúr-
unni missa bitið og líka lýsingar á veiðibúnaði og -gjörningum:
Ég var með glæran 12 punda Maxima-taum og Sólarskuggann hnýttan undir, ekk-
ert gat á plasttúpunni, í staðinn hnýtti ég tvöfaldan hestahnút við hausinn. (17)
Bókin er óvenjufalleg og hönnuð í gömlum stíl sem ég hef séð einhvers
staðar áður, sennilega á bókum í gömlum, amerískum bókaklúbbi. Við-
leitni höfundar er góð hvað varðar sjálfan textann en því miður vaknar
of oft sú tilfinning að höfundur sé að reyna of mikið – flæðið í textanum
er á einhvern óræðan hátt ekki fyllilega sannfærandi.
Óborganlegur skrásetjari óræðra atburða
„Taldi rétt að halda þessu til haga hér.“ Þessum orðum ávarpar karlkyns
sögumaður – kallaður skrásetjari – lesendur sína ítrekað í Aukaverk-
unum Halldóru Kristínar Thoroddsen. Aukaverkanir er sönn bók með
vel brýndri röddu, hún er uppfull af glettnum sögum sem gjarnan eru
færðar í fornan og nokkuð tilgerðarlegan og uppskrúfaðan stíl, en fyrir
þá sök að skrásetjari er sjálfur bráðfyndinn og sjálfhæðinn gufar til-
gerðin upp og verður brosleg. Aðfaraorð skrásetjara hljóða nokkurn
veginn svo og eru lýsandi:
Enginn má sköpum renna. Sit hér, get ekki annað, skrái þessa atburði sem áttu
sér stað í tíma og rúmi. Hví skyldi ég vakinn og sofinn huga að óreiðu þessari?
Glundroðinn vellur fram, eðli sínu samkvæmur, storknar fyrir niðurbrot ýmist
í apal eður hellu. […] Á blöðum þessum, sem telja fjörutíu færslur, verður feng-
ist við langanir mannanna og birtingarform þeirra taumlausu girnda. […] Í
framvindunni verð ég hlédrægur, undirgefinn og hlutlaus sem er mitt eðli, þó
ekki svo ríkjandi að hamli, blöskri mér fram úr hófi eða telji mér skylt að skýra
nokkuð þau atriði er óljós kunna að virðast tortryggnum lesanda. Nú hefjast
sögur. (9)