Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 52
K o l b e i n n S o f f í u s o n
52 TMM 2008 · 4
enda á hnitmiðuðum lokasetningum sem eru reyndar misvel heppnaðar
og ganga í sumum tilfellum varla upp. Eitt best heppnaða ljóðið af þess-
um toga er ,,Mjallhvít“(30).
Mjallhvít getur ekki keypt sixpack
dvergarnir eru nefnilega sjö
sjö mjólkurpottar, sjö brauðhleifar,
sjö skyrtur, sjö sokkapör, sjö óhreinir diskar,
sjö skítugar nærbuxur, sjö daga vikunnar
eins og venjulega ætlaði hún
að skella kiðlingunum sjö í körfuna
en hún hætti við
keypti sér eina rauðvínsflösku
og sjö eitruð epli.
Auk bráðskemmtilegrar vísunar í Mjallhvíti og dvergana sjö tvinnast
inn í ljóðið vísun í ævintýrið um kiðlingana sjö, og þar sem við erum
stödd í Niflheimshluta bókarinnar eru þeir að sjálfsögðu frosnir, bútaðir
niður og tilbúnir til matreiðslu í kæligeymslum Bónus. Í öðru ljóði er
vísun í Grísina þrjá (33):
Gæsahúðaðar húsmæður
mása og blása
og skella úrbeinuðum
grísunum þrem
ofan í ískrandi vagnakösina
Ævintýrahetjurnar enda ekki allar með sama hætti og kiðlingarnir og
grísirnir. Jói úr ævintýrinu um Jóa og baunagrasið og Rauðhetta koma
einnig fyrir og er eftirtektarvert að allar þessar hetjur koma fyrir í
Niflheimskaflanum. Amma Rauðhettu, í ljóðinu „Brauð og vín“, liggur
heima með vafasömum kalli sem Rauðhetta ætti að vara sig á: ,,sjónleysi
afsakar ekki glápið / / hann heyrir full vel / þú þarft ekki að koma nær
/ / og enginn hlustar þótt hrópað sé: / ÚLFUR! ÚLFUR!“ (29). Á meðan
lendir Jói í bullandi áfallaröskun eftir reynslu sína af baunagrasinu og
fær martraðir um ,,milljón baunagrös“ sem ,,vaxa / stjórnlaust til him-
ins!“ (38). Milljónir manna klifra upp en þegar þeir finna ekkert annað
en dauðan risa og tómar fjárhirslur hellist samviskubitið yfir Jóa: ,,Millj-
ón augu af himnum / beinast ásakandi að SÉR!“ (38). Ljóðin um ævin-