Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 133
TMM 2008 · 4 133
B ó k m e n n t i r
á við þær væntingar sem gerðar voru til lífsins og hver reyndin er í dag og ekki
að undra að sumar persónurnar séu hálf tímavilltar. Í flestum tilfellum gefa
sögurnar í skyn að hlutirnir hafi verið andlegri þá en nú og hamrað er á setn-
ingum eins og:
upphafning efnisins eru trúarbrögð trúlausra tíma. (Bls. 93 í Tímavillt)
Kannski er kominn tími til að taka aftur upp notkun á orðum eins og andi sál,
dulvitund hugsar hún. (26 í Tímavillt)
Efnið hafði algjörlega tekið yfir. (37 í Hliðarspori)
Pælingarnar um breytingar á borgarinni og nostalgíuna haldast í hendur við
anda- og efnispælingarnar, því efnið hlýtur ætíð að vera eðli málsins sam-
kvæmt í núinu á meðan andinn er í minningunni. Slíkar pælingar eru gegn-
umgangandi í báðum verkum og kallast á við tiltölulega almennar skáldskapar-
vangaveltur, einkum þó í Hliðarspori. Það sem er þó aðalatriði sagnanna mætti
setja í samhengi með eftirfarandi tilvitnun, þó góðu heilli sé vel hægt að gera
sér meiri mat úr sögunum en hér hefur verið gert.
Lífið er mestallt hversdagsleiki, hápunktarnir á ævinni, stórtíðindin, eru bara nokkr-
ir dropar í haf hversdagsleikans sem umlykur líf f lestra. (Bls. 19 í Hliðarspori)
Flestir lifa sínu lífi án þess að eftir því sé tekið. Sé tekið eftir því er það út af því
að viðkomandi hefur brugðið út af vananaum, líkt og í tilfelli Áróru. Það þýðir
þó ekki að ekkert gerist bakvið tjöldin … Líkt og lesandi þessarar greinar hefur
tekið eftir er hún fremur þurr og litlaus, e.t.v. líkt og hvunndagurinn sjálfur og
endurspeglar um margt bækurnar sjálfar. En þótt hvorug bókin gefi ballfróar-
tilefni eru þær um margt áhugaverðar og varpa ljósi á hvað getur gerst í ófull-
nægju hvunndagsins ásamt því að veita okkur innsýn í hvunndag sem stendur
okkur ef til vill of nærri til að við nemum hann almennilega. Þó kemst maður
ekki hjá því að hugsa með sér að vel hefði mátt gera sér meiri mat úr efniviðn-
um, þá sérstaklega í Hliðarspori; sú saga býður upp á nokkuð óvænt plott sem
hnýtir haganlega saman þræði bókarinnar. En þó að allt sé vel úr garði gert,
bæði í henni og Tímavillt, vantar talsvert upp á gredduna, sem er auðvitað
bagalegt í ljósi innihaldsins. Því þótt ófullnægju sé vissulega fyrir að fara í
hvunndeginum er hann svo sannarlega graður.