Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 68
K r i s t í n S t e l l a L’o r a n g e
68 TMM 2008 · 4
fátækrahverfi í Los Angeles. Foreldrar hennar eru frekar ógæfulegir.
Móðir hennar stundar vændi til þess að viðhalda eiturlyfjaneyslu þeirra
hjóna og á meðan misnotar stjúpfaðirinn Vanessu kynferðislega. Þegar
allt er komið í þrot, móðirin hefur verið handtekin fyrir vændi og
stjúpfaðirinn vegna eiturlyfjaneyslu, á að senda Vanessu aftur í fóstur.
Vanessa fær nóg og ákveður að flýja til ömmu sinnar sem veit ekki að
hún er til. Hún skellir nauðsynjum í körfu, fer í rauðan jakka og heldur
á brott á bíl félagsráðgjafans. Á leið sinni hittir hún Bob Wolverton
(Kiefer Sutherland) sem aðstoðar hana þegar bíllinn gefur upp öndina.
Á ferð sinni með honum kemst hún að því að maðurinn er fjöldamorð-
ingi sem lögreglan leitar. Bob hittir hins vegar ofjarl sinn í Vanessu. Svo
fer að hún limlestir hann herfilega, en enginn trúir hennar sögu, allir
trúa úlfinum. Síðar kemst lögreglan þó á rétta slóð. Í lok sögunnar hefur
Bob drepið ömmuna og klæddur í náttkjól hennar bíður hann eftir
Vanessu. Lögreglan mætir á svæðið eftir að Vanessa hefur drepið Bob
Wolverton og allt endar vel.
Það má sjá margt svipað með Vanessu og litlu stelpunni í „Sögu
ömmunnar“. Hvorug þeirra fær aðstoð frá móður sinni, þær þurfa að
treysta á eigið innsæi til að komast af. Þær eru báðar úrræðagóðar og
fljótar að bjarga sér úr klípu. Það kemur þeim að góðum notum þegar á
vegi þeirra verður úlfur sem reynir að tæla þær með fögrum orðum.
Kvikmyndin leggur aðaláherslu á samband Vanessu og Bobs Wolver-
ton og ekki fer á milli mála að Bob er úlfurinn sem flagarinn/freist-
arinn, eins og Jack Zipes sér hann í Rauðhettu. Lýsingin á Bob passar við
alla þrjá úlfana í sögunum af Rauðhettu. Úlfurinn hjá Grimmsbræðrum
reynir að sýnast vinalegur með því að benda Rauðhettu á fallegu blómin
og dreifa athygli hennar. Bob reynir svipað þegar hann þykist vera að
hjálpa Vanessu við að vinna sálfræðilega með fortíð hennar. Hann
auðmýkir hana með því að ganga á hana og láta hana lýsa misnotkun
stjúpföðurins. Síðan reynir hann að tæla hana upp í til sín líkt og úlf-
urinn í „Sögu ömmunnar“ og að lokum verður Bob gráðugur eins og
úlfurinn í Rauðhettu Perraults og vill gleypa Vanessu strax.
En á bak við ljósa hárið og fallega andlitið leynist grimm en réttsýn
ung stúlka. Vanessa gerir sér grein fyrir hvað er rétt og rangt en á eigin
forsendum og eftir eigin siðferði, sem er oft furðulegt. Vanessa gengur
lengra en litla stúlkan/Rauðhetta og reynir sjálf að drepa Bob/úlfinn til
þess að forða öðrum stúlkum frá hræðilegum örlögum. Hún drepur
hann í nafni réttlætis. Þessari nýju Rauðhettu stendur ekki á sama um
að úlfurinn gangi laus og geti fundið sér nýja bráð.
Í fyrstu er reynt að koma sökinni á Vanessu og hún sökuð um morð-