Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 40
L e n a B e r g m a n n
40 TMM 2008 · 4
þegar ég átti mitt fyrsta barn. Ekki færi ég að kyssa það máluðum vörum.
Og svosem fjórtán ára gamlar lærðum við utan að þessa speki Tsjekhovs: „Í
manneskjunni á allt að vera fagurt: andlit og klæðnaður, sál og hugsanir.“
Með því að andlitið var frá guði – og okkur fannst að það væri lít-
illækkandi að reyna að leiðrétta hroðvirkni hans – og fatnaður okkar
var háður æðri máttarvöldum efnahagslífsins þá var ekki annað eftir en
að leggja sem mesta rækt við sálina og hugsanirnar, með misjöfnum
árangri auðvitað.
Eftir því sem ég varð eldri skildi ég vitanlega að sálin er myrkri hulin
og fegurð hennar lýkst ekki upp fyrir öllum og ekki í bráð, kannski ekki
fyrr en í minningargreinunum. Andlitið hinsvegar … og fötin … En
það er erfitt að kenna gömlum hundi að sitja.
Fyrir tuttugu árum, áður en öldungadeildirnar komu til, var það jafn-
vel undarleg sérviska að kona á fertugsaldri með tvö börn – og eigin-
mann! – settist á skólabekk.
Þetta þurfti að réttlæta og útskýra, annars gat dómur ekki fallið nema
á einn veg: Hún vill ekki vera heima, hún skýtur sér undan skyldum
sínum og hefur enga samúð með sínum manni. Ég get svarið að þetta
heyrði ég í ýmsum tilbrigðum, einnig frá þeim sem nálægt mér stóðu.
Og vitanlega var einhver sannleiksvottur í þessu.
Mér finnst sem mannkynið allt sé eins og baka sett saman úr pönnukök-
um: hver kaka er ein manneskja á þykkt og á stærð við jarðarkringluna.
Maður vex upp í tiltekinni pönnuköku og hvert sem þú lendir í henni þá
ert þú samt heima hjá þér í nokkrum skilningi, og manneskjur úr sömu
köku verða þér ekki sem útlendingar. Að þessu komst ég mjög fljótt á
Íslandi. Það var engu líkara en ég hefði alist upp með sumum Íslendingum,
þótt við hefðum étið ólíka grauta og ekki séð sömu myndirnar í þrjúbíó.
Maður kannast við slíkan skyldleika undarlega fljótt. En hinir … Þeir eru
mér enn útlendingar eftir þrjátíu ár, eins og ég þeim, að sjálfsögðu.
Og ekki veit ég hvernig hægt er að útskýra þetta.
Hér er ekki um það að ræða að við höfum fengið svipaða menntun
eða eigum okkur sameiginleg áhugamál eða skoðanir. Hér er eitthvað
það á ferð sem gerir ókunnuga manneskju þér nákomnari en eigin syst-
ir er. Er það kannski sálin? Höfum við fengið við fæðingu einhverja bita
úr sömu sál, sem á sínum tíma rann saman við heimssálina?
Gömul sveitakona horfði einu sinni lengi á mig og trúði ekki eigin
augum:
Þú ert nú barasta hún Kristín frænka mín endurborin!
Hver veit?