Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 56
K o l b e i n n S o f f í u s o n
56 TMM 2008 · 4
við að farið sé með (gömul) ljóð á hátíðarstundum og þeim síðan gleymt
á milli. Segja má að Andri Snær sé að gera sína eigin byltingu gegn
„dauða ljóðsins“. Á bókmenntavef Borgarbókasafnsins segir hann: „Ég
er fæddur á Bastilludaginn 14. júlí 1973. Kannski blundar í manni bylt-
ingarmaðurinn“.6
Andri Snær fer nýjar og skemmtilegar leiðir í framreiðslu sinni á Bón-
usljóðum. Auðvitað má kalla það sölubrellu að selja bókina í Bónus en
það er jafnframt hluti af gjörningi Andra Snæs að hafa bókina til sölu á
staðnum þar sem „sagan“ í bókinni gerist, ef þannig má að orði komast
um ljóð. Segja má að það sé ákveðin lógík í gjörningi Andra Snæs:
Innihald bókarinnar og umbúðir hennar eru rökleg heild. Þá er augljóst
að með því að tengja sig við Bónus á svo ákveðinn hátt náði Andri Snær
að vekja meiri athygli á ljóðum sínum en honum hefði annars tekist.
Bónusljóð er einstök bók held ég að hægt sé að fullyrða. Ekki veit ég til
þess að aðferðum sem notaðar voru við útgáfu hennar hafi verið beitt
áður. Hugmyndin að taka hinn fræga ljóðaflokk Dantes og tengja hann
við nútímann og neyslumenninguna er einstaklega skemmtileg. Það er
líka gaman þegar lesandinn þekkir það sem er verið að yrkja um og
getur tengt það við sína eigin reynslu. Eða eins og Dante segir (í þýðingu
Guðmundar Böðvarssonar) í lok XVII kviðu úr „Paradísarljóðunum“:
„Sú saga er enginn kann, er engin saga.“7
Tilvísanir
1 Guðmundur Böðvarsson þýddi hluta verks Dantes og gaf út undir titilinum Tólf
kviður hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs 1968.
2 Sjá Úlfhildur Dagsdóttir, 2002. „Eigðu góðan dag – um verk Andra Snæs Magna-
sonar.“ Bókmenntavefur Borgarbókasafnsins, www.bokmenntir.is
3 Sama stað.
4 Andri Snær Magnason, ekkert ártal. www.simnet.is/andri
5 Heimir Snorrason, 2005. „Lesið okkur – grein um Hugleik Dagsson.“ Gagnasafn
Morgunblaðsins, www.mbl.is
6 Andri Snær Magnason, 2001. „Frá höfundi. Pistill frá Andra Snæ.“ Bókmennta-
vefur Borgarbókasafnsins, www.bokmenntir.is
7 Dante Alighieri, 1968. Tólf kviður. Íslensk þýðing Guðmundur Böðvarsson.
Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs.