Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 101
TMM 2008 · 4 101
B ó k m e n n t i r
Björn Þór Vilhjálmsson
Líkamar, rósir, dauði
Auður A. Ólafsdóttir: Afleggjarinn. Salka, 2007.
Afleggjarinn eftir Auði A. Ólafsdóttur hefst með síðastu kvöldmáltíðinni.
Aðalsöguhetjan og sögumaður verksins, hinn rúmlega tvítugi Arnljótur, sem
einnig er kallaður Lobbi, Dabbi og Addi, er á leið til útlanda í ótiltekinn tíma.
Hann ver kvöldinu fyrir flugið með föður sínum, Þóri, og einhverfum bróður,
Jósef, sem býr á stofnun en kemur (spariklæddur) í heimsókn af tilefninu. Sam-
verustundinni vindur fram venju samkvæmt en tregablandinn andi svífur yfir
vötnum. Ljóst er að einhvern vantar, fjölskyldueiningin hefur verið rofin og
annars konar og endanlegri aðskilnaður en væntanleg utanlandsdvöl Arnljóts
hvílir á þremenningunum. Svona lýsir sögumaður kvöldinu: „Af því að ég er
að yfirgefa landið og erfitt er að segja til um hvenær ég kem aftur, ætlar sjötíu
og sjö ára gamall faðir minn að hafa síðustu kvöldmáltíðina eftirminnilega og
elda eitthvað upp úr handskrifuðum uppskriftablöðum mömmu, nokkuð sem
mamma hefði mögulega getað eldað af ámóta tilefni“ (7). Sextug móðir þeirra
bræðra, Anna, hafði látist sviplega af slysförum tveimur árum fyrr og ekki er
óhugsandi að matarstússið og gömlu uppskriftablöðin skapi einhvers konar
nánd við hinn horfna ástvin í huga feðganna. En minningarnar um móðurina
og tómarúmið sem fráfall hennar skildi eftir í lífi sögumanns reynast miðlæg-
ir þræðir í frásögninni sem í hönd fer.
Samband sögumanns við móður sína hafði verið innilegt. Eitt af því sem
tengdi þau nánum böndum var sameiginleg ástríða fyrir gróðurrækt en Anna
hafði sérstakan áhuga á rósum og reyndi fyrir sér með tilraunir í ræktun
þeirra. „Ég er svo gott sem alinn upp í gróðurhúsi“ (59) segir Arnljótur á einum
stað og því er ekki að furða að hann sé „einkaerfingi“ (7) að friðsælu glerhúsinu
í garðinum. Sögumaður minnist þess t.d. hvernig hann óð gegnum snjóinn
þegar hann var yngri með teppi og bækur undir hendinni til að koma sér þar
fyrir við próflestur; þetta sérstaka og afmarkaða svæði tilheyrði honum um
leið og hann deildi leyndardómum þess með móður sinni.
Ferðalagið út í heim tengist þessari veröld mæðginanna: Arnljótur er á leið
í afskekkt þorp á meginlandi Evrópu til að sækja heim lítið klaustur, en í göml-
um bókum segir af klausturgarðinum sem einum fegursta rósagarði veraldar.
Þangað hefur sögumaður ráðið sig sem garðyrkjumann og með sér ætlar hann