Tímarit Máls og menningar - 01.11.2008, Blaðsíða 98
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
98 TMM 2008 · 4
Ráðstefnan var kennd við Hvalsey og tilefni hennar var að 16. september
voru liðin 600 ár frá því að Sigríður Björnsdóttir og Þorsteinn Ólafsson giftu
sig í steinkirkjunni miklu í Hvalsey innst í Julianehåbsfirði. Skjölin varðandi
þá hjónavígslu eru síðustu menjar um norræna menn á Grænlandi á miðöld-
um. Eftir það virðast þeir hverfa af yfirborði jarðar. Ekki þori ég að koma með
getgátur um örlög þeirra, nógir aðrir verða til þess, en staðurinn er göldróttur!
Þangað var siglt á sjálfan brúðkaupsdaginn og var sú ferð hápunktur ferðalags-
ins. Þarna hefur verið glæsilegt býli, mikil kirkja, listilega hlaðin úr steini og
sum björgin mörg tonn að þyngd, stórt íbúðarhús, mikil útihús og veislusalur
sem hefur jafnast á við kirkjuna að stærð. Maður verður algerlega lamaður af
undrun frammi fyrir þessum gríðarlegu rústum. Ekki eigum við hér á landi
neitt sem jafnast á við þetta (nema náttúrlega sögur á skinnbókum en það er
önnur saga).
Á leiðinni til og frá Hvalsey nutum við hrikaleika grænlenskrar náttúru í
stafalogni og björtu veðri. Form fjallanna eru furðulega fjölbreytt, þarna hefur
skaparinn fengið ævintýralega útrás fyrir hugmyndaflug sitt. Hvítbláir ísjakar
af öllum stærðum og gerðum sigldu tígulega á gljáandi silfurgráum sjó og fjöll-
in bar við bláan himin, dökkbrún, grá og rauð.
Matarmenning innfæddra er í hraðri þróun, það upplifðum við til dæmis í
matreiðsluskólanum í Narsaq þar sem við snæddum hádegismat á leið aftur til
Narssarssuaq. Fiskréttirnir skiptu tugum og voru margir óviðjafnanlegir á
bragðið. Meðal minnisstæðra rétta í ferðinni er hrár hvalur sem við fengum á
Hótel Qaqortoq, laxinn hennar Eddu, íslenskrar veitingakonu á Napparsivik í
Qaqortoq, kryddaður með jurtum úr fjallinu fyrir ofan bæinn, og þurrkuð
loðna í Narsaq sem bragðaðist eins og sælgæti. En moskusuxinn olli vonbrigð-
um og líka selkjötið.
Ráðstefnan var fyrir sagnfræðinga og fornleifafræðinga svo ég segi sem
minnst um hana. En það vakti sérstaka athygli mína hvað þeir innfæddu sem
tóku til máls, bæði Simon Simonsen bæjarstjóri í Qaqortoq og Aleqa Ham-
mond, hinn forkunnarfagri utanríkis- og fjármálaráðherra Grænlands, töluðu
hlýlega um Íslendinga. Reyndar beindu þau máli sínu svo eindregið til Íslend-
inganna í hópnum að fulltrúum hinna þjóðanna tólf á ráðstefnunni þótti
eflaust nóg um. Aleqa Hammond sagði frá því í upphafsávarpi sínu að hún
hefði þá alveg nýlega deilt við Halldór Ásgrímsson um það hverrar þjóðar þeir
norrænu menn hefðu verið sem fundu Ameríku. Gunnar Karlsson skar úr um
það deilumál í erindi sínu daginn eftir. Ef innfæddir í Ameríku hefðu spurt
Leif Eiríksson að því hverrar þjóðar hann væri, sagði Gunnar, hefði hann lík-
lega svarað: „Ek em maðr grænlenskr!“
Menningin í haust
Það hafa orðið miklar sviptingar í íslensku þjóðlífi síðan síðasta Tímaritshefti
kom út. Ekki vitum við enn hvaða áhrif þær hafa á menninguna í landinu
þegar frá líður, en ýmislegt gerðist undir eins. Eitt var að fríblaðið 24 stundir